8.6.2007 | 12:09
Stórmerkilegt!
Ekki veit ég hvað er fréttnæmt í þessu, þetta hefur bæði verið í hádegisfréttum og svo á vísi.is. Þetta hefur sjálfsagt verið þaulskipulagt plott geng alþjóðavæðingunni.
Vísir, 08. júní. 2007 11:01
Ekkert Coca-Cola, bara Afri-Cola
Þó að Coca-Cola sé auglýst sem hið eina sanna" er það hvergi að finna á G8 fundinum í Heiligendam í Þýskalandi sem nú stendur yfir. Blaðamönnum sem sækja fundinn hefur hins vegar verið boðið upp á þýskan kóladrykk sem kallast Afri-Cola og er tappað á flöskur í nágrenni fundarstaðarins.Skipuleggjendur segja að engar and-amerískar áherslur liggi að baki því að ekki sé boðið upp á alvöru" kók á fundinum heldur hafi þeir aðeins viljað gera innlendum vörum hátt undir höfði.
Framleiðsla á Afri-Cola hófst í Þýskalandi árið 1931og hefur ávallt notið nokurra vinsælda þó salan hafi aldrei náð viðlíka hæðum og Coca-Cola. 12 milljón flöskur af Afri-Cola seljast í Þýskalandi ár hvert, á meðan Coca-Cola selur 3,4 milljarða flaskna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.