7.6.2007 | 13:21
Kynningarfundur
Ágætu lesendur,
Ef bloggvinir mínir græða orðið 50 þúsund á mánuði að auglýsa BYR, get ég amk. auglýst mitt ágæta JCI félag.
Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.
JCI hefur boðið upp á fjölmörg námskeið hef ég meðal annars setið námskeið um ræðumennsku, fundarstjórnum og stjórnun félag. Félagar í samtökunum fá ókeypis á þessi námskeið.
Kynningarfundurinn hefst klukkan 20.00 og verður haldinn í Sjálfstæðisalnum í Grafarvogi.
Eftir kynningarfundinn verðu svo boðið upp á námskeiðið Platínureglan, námskeiðið er skemmtilegt námskeið til að kynnast sjálfum okkur betur, styrkjum og veikleikum. Tekið er einfalt próf og svo er farið yfir eiginleika hvers hóps.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starfsemi þá kostar ekkert að mæta upp í Grafarvoginn í kvöld.
Salurinn í sama húsi og Nóatún. Þegar þú keyrir um gullinbrú upp í Grafaravog, beygir þú til hægri við Olísstöðina inn Fjallkonuveginn. Hann keyrðirðu í svona 500 metra, en þá er verslunarmiðstöð á hægri hönd. Þú keyrir niður fyrir hana. Það er gengið inn um inngang hægramegin við innganginn í nótatún, sama inngang og tónlistarskólinn og sólbaðsstofan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.