Afnemum lögin

Það á auðvitað að afnema þessi lög sem fyrst.  Skil ekki hvernig menn sætta sig við Ríkisrekna stjórnmálaflokka.    

Varðandi þessa meintu innkomu er spurning hvernig á að stoppa þetta.  Það vitað það allir að þessi útgáfa af DV hafði engin áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, blaðið skrifaði nú ekkert sérstaklega vel um aðra flokka heldur og lestur þess er nú ekki neitt til að hrópa húrra yfir, þótt blaðinu hafi í þessu tilfelli verið dreift inn á hvert heimili. Hvað vilja menn í þessum efnum? Ritskoðun á efni blaðanna?  Hver sem er getur labbað niður í Póstinn og fengið dreifingu á fjölpósti á öll heimili landsins. Þessi nýju lög höfðu ekkert með það að gera að DV ákvað að fara í kynningarátak, sem tókst svona rosalega vel með hjálp Guðna.

Varðandi auglýsingu Jóhannesar á hann peninga, eins og svo margir aðrir.  Ég bendi á að menn hafa reynt að hafa áhrif á álit manna með slíkum auglýsingum áður, ég minni t.d. á auglýsingu sem nokkrir ungir Sjálfstæðismenn stóðu að eftir SUS þing 2005.  Íslendingar fjárfestu einnig í auglýsingu í NYT, vegna Íraksstríðsins, en að baki henni voru hvorki meira né minna lýðræðissinnarnir þjóðarhreyfingin.  Það er vandséð hvernig ætti að stoppa þetta.  Þeir ofurpeningar sem Jóhannes á, hafa í raun lítið með þetta að gera, fjölmargir einstaklingar geta mjög auðveldlega keypt sambærilegar auglýsingar fyrir nokkra hundraðþúsund kalla.

Hafi menn séð einhver öfl sem upp komu til að komast fram hjá þessum lögum, voru það minni öfl heldur ég átti von á.  Ég átti t.d. von á að sjá meira auglýsingum frá umhverfisverndarsinnum eða öðrum slíkum hópum sem vildu beina umræðunni í átt að þeim málefnum sem þeir voru að berjast fyrir.  Það er heldur ekki hægt að saka neinn flokk um að hafa verið í tengslum við ákveðin samtök fyrir utan flokkinn sem beittu sér gegn öðrum flokkum. 

Framsóknarflokkurinn auglýsti alveg jafn mikið, flokkarnir virtust hafa sama magn undir höndum. Eini munurinn var kannski sá að þetta var ekki fjármagnað af fyrirtækjum eins og oft áður heldur vorum það við sem sáum til þess að flokkarnir hefðu fjármuni til þessa.  Ég er ekkert upplýstari um bókhald flokkanna, fyrir utan að vita að það er Ríkið sem greiðir brúsann.


mbl.is Fara þarf yfir lög um fjárstuðning við stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er spurning hvort við viljum fremur ríkisrekna stjórnmálaflokka eða auðmagnsrekna stjórnmálaflokka, því í það minnsta þarf að reka þá og til þess þurfa þeir fé. Við höfum í raun þessa tvo kosti sem hvorugur er fullkomlega góður. Í öðrum lýðræðisríkjum þar á meðal USA hefur þó þótt illskárra fyrir lýðræðið og heilbrigt stjórnmálalíf að ríkið kæmi myndarlega til móts við rekstrarafjárþörf stjórnmálaflokkanna, en að þeir væru háðir auðugum hagsmunahópum, auðhringum og fjármálajöfrum.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.6.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér að blaka við Sameinuðu Sjálfstýriapparati þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson, 6.6.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: TómasHa

Helgi, þetta var einfaldlega versta leiðin.   Hafi menn tekið þá ákvörðun að gera lög um stjórnmálaflokka væri nær að hafa tekið upplýsingaskildu, hafa upphæðina eitthvað hærri, þannig að hún væri ekki nógu há til að skipta flokkana öllu máli.  

Það breytir því ekki að ekkert af þessum málum sem er nú verið að gangrýna þessi lög um, er réttmæt gangrýni á lögin.  Bæði Jóhannes og DV munu geta gert það sem þeir gerðu og vonandi ætla menn ekki að krukka neitt í það. 

TómasHa, 7.6.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband