30.5.2007 | 10:32
Björgvin dyggur stuðningsmaður
Ég er ekki hissa að stúdentaráð skuli hafa sent frá sér þessa tilkynningu. Björgvin G. Sigurðsson hefur verið ötull talsmaður skólagjalda í framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Nú þegar hann er kominn í ríkisstjórn er líklega ástæða til að óttast að þetta mál hafi nú fengið aukinn stuðning innan ríkisstjórnarinnar.
Það kom virkilega á óvart að þessi gamli Röskvumaður skuli hafa stutt þetta. Hins vegar má hann eiga það að hann þorði að koma fram með þetta og þrátt fyrir að vita að þetta myndi mæta harðri andstöðu.
Það kom virkilega á óvart að þessi gamli Röskvumaður skuli hafa stutt þetta. Hins vegar má hann eiga það að hann þorði að koma fram með þetta og þrátt fyrir að vita að þetta myndi mæta harðri andstöðu.
Stúdentaráð HÍ krefur nýja ríkisstjórn um skýr svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Tommi
Ég set sjálfur spurningamerki við ályktun Stúdentaráðs um launaleynd og kynjajafnrétti. Stúdentaráðið ætti að draga línuna í sínum ályktunum við Vatnsmýrina. Allt eftir það og meðlimir stúdentaráðs geta ályktað í gegnum ungliðahreyfingarnar.
Guðfinnur Einarsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:08
Þessi sami röskvuliði skrifaði eitt sinn grein í Morgunblaðið með yfirskriftinni Aldrei skólagjöld. Það er alltaf gaman þegar menn sjá ljósið
Ólafur Örn Nielsen, 30.5.2007 kl. 11:17
Björgvin heldur því reyndar fram að orð hans hafi verið rangtúlkuð. Við skulum vona að sú skýring hans sé rétt.
Það er reyndar aðallega gamlir vökuliðar sem maður er hræddur um að komi þessum skólagjöldum á. Þeir félagar Sigurður Kári og Illugi dæla beinlínis frá sér greinum og ræðum þar sem stuðningi við skólagjöld er lýst.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 30.5.2007 kl. 11:29
Guffi, ég er alveg sammála þér um launa leyndina, algjört bull
Þórir: Munurinn er að hvorugur þeirra er ráðherra! Ég veit svo sem ekki hvernig var hægt að taka orð hans úr samhengi, ég heyrði þetta viðtal á sínum tíma í sjónvarpinu og fannst boðskapurinn bara ansi skýr.
TómasHa, 30.5.2007 kl. 11:55
Óli: Takk fyrir að benda mér á þessari grein.
TómasHa, 30.5.2007 kl. 11:55
árangur áfram, skólagjöld strax
Kosningastjórn ehf (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:29
Herra K. Ég er með þessa ip-tölu skráða, ég veit hvaðan þú kemur.
TómasHa, 30.5.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.