29.5.2007 | 08:35
Mikið um að vera um helgina
Það hefur greinilega verið mikið um að vera um helgina, besta sagan var samt hjá RÚV í morgun af bílþjófi sem braust óvart inn í bíl annars bílþjófs. Eigandi bílsins trylltist og lamdi hinn þjófinn (nema hvað) enda ekki ánægður með að láta brjótast inn í bílinn sinn. Lögreglan mætti svo og tók þá báða inn enda þurfti eigandi bílsins að svara fyrir eitthvað af þeim munum sem fundust í bílnum hjá honum.
Skildi hann læra af þessu að það er leiðinlegt að láta brjótast inn í bílinn sinn? Efast um það.
Ók á skilti og sofnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.