Ekki samið við skuldara

Borgarbyggð ákvað að taka ekki lægsta tilboði heldur næst lægsta tilboði í vegalagningu. Þetta er mjög gott framtak hjá þeim og til eftirbreytni, það hefur verið alltof mikið af kennitöluflökkurum.

Jarðvélar fá ekki gatnagerð í Borgarnesi

 
28. maí 2007

Ekkert verður af því að sveitarstjórn Borgarbyggðar taki tilboði Jarðvéla um nýlagningu vega í Borgarnesi, en það varð nýlega lægst í útboði, þar sem fyrirtækið hefur ekki staðið í skilum með opinber gjöld. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta sveitarstjórnar er alltaf athugað hvort viðkomandi verkbjóðandi sé í skilum með opinber gjöld eða ekki. Svo reyndist ekki vera í þessu tilfelli og verður því gengið til samninga við Borgarverk ehf. sem á sínum tíma átti næst lægsta tilboðið. Tilboð Jarðvéla hljóðaði upp á 99,9 milljónir króna en tilboð Borgarverks var 116,9 milljónir. Kostnaðaráætlun Borgarbyggðar hljóðaði hins vegar upp á 141,9 m. krónur. Um er að ræða nýlagningu vega í Borgarnesi í Bjargslandi II, Selás, Kárastaðaveg og göngustíg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Nú veit ég ekkert um innanbæjarpólitík í Borgarbyggð en það verður áhugavert að sjá hvernig brugðist verður við í málum af þessu tagi ef um ,,réttan" pólitískan lit verktaka er að ræða. Skipti hann ekki máli eru menn á réttri leið.

Ár & síð, 28.5.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Héraðströllið

Ef þetta er rétt, og þarna eru menn einfaldlega að sniðganga kennitöluflakkara þá er þetta frábært framtak, einnig ef þeir eru einfaldlega að sniðganga fyrirtæki sem t.d. hefur komið illa fram við starfsfólk sitt á einhvern hátt, t.d. snuðað það um laun o.s.frv.

Ef þetta er hins vegar þannig að þeir hafi valið að velja Borgarverk efh út af setu í sama stjórnmálaflokknum, nú eða venslatengsl, þá er þetta ljótur blettur.

Vona að það sé það fyrra og ef svo er, go Borgarbyggð.

P.S. undirritaður þekkir lítið sem ekkert til manna og stjórnmála í Borgarbyggð, heldur voru þetta bara vangaveltur mínar þegar ég las þetta blogg. 

Héraðströllið, 28.5.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband