DEEP HEEP

Þá eru tónleikarnir búnir, Uriah Heep voru mjög þéttir sem kom ótrúlega á óvart miðað við þá diska sem maður á og hefur hlustað á. Þá er þetta hefðbundið hamondband með frekar skrækum söngvara. Í kvöld var það trommusettið sem var á oddinum frekar en Hamondið.

Ég hef aldrei skilið þessar pásur á milli hljómsveita, með allri þeirri tækni sem er til er ekki hægt að flýta þessu ferli eitthvað? Þetta er eins og ef ég ætlaði að nota bílinn eftir konunni, þyrfti ég að rúlla út nýjum dekkjum. Eftir að upphitunarbandið náði að kynda upp í hópnum, tæmdist salurinn í þær 30-40 mínútur sem tók að koma Purple fyrir.

Purple byrjuðu frekar slæmir, Bjarni við hliðina á mér, sem var líkur vin dóra (og spilaði á gítar), samkvæmt Nikka vin Jonna púaði allan tíman á meðan fyrsta lagið var spilað. Ian Gillan var bara í gallabuxum og svarti peysu eins og hann væri að koma úr skoðunarferð. Hann virtist ekki vera í gírnum. Fljótlega komst hann algerlega í gírinn.

Þeir tóku líklega færri lög núna en seinast, þeir tóku gömlu slagarana en minna af nýju efni. Ástæðan er líklega sú að Ian Gillan tekur sér lengri pásur á milli, áður tók hann sér einu sinni hlé en núna var þetta nánast annað hvert lag sem hinir tónlistarmennirnir spiluðu sóló. Það var kannski ekkert síðra, en lögunum fækkaði fyrir vikið.

Það var ágætt að vera við hliðina á áðurnefndum Bjarna, hann hafði fengið sér nokkra bjóra og var mjög hress. Dansaði eins og brjálæðingur, smá hausa dangl manns hvarf við hlið hans trylltu sporum.
mbl.is Rokkað í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Tækni og ekki tækni. Enn sem komið er þarf að skipta út heilu trommusetti, með öllu sem því fylgir, hljóðnemum og öðru. Svo nota er hver gítarleikari með sínar stæður sem þarf að fjarlægja og öðrum sem þarf að koma fyrir og bassinn fylgir með því. Sjálfsagt væri hægt að flýta þessu eitthvað en stóru nöfnin láta alltaf bíða eftir sér, sama hvað er:D

Egill Óskarsson, 28.5.2007 kl. 03:56

2 Smámynd: TómasHa

Það er nú einmitt málið, í dag eru leiksvið þannig að það er lítið mál að skitpta út heila sviðinu.  Þetta kemur frá hliðunum úr loftinu og svo framvegis.   Það hlýtur að vera kappsmál að reyna að koma þessu í gegn þannig að það sé flæði í tónleikunum.   

TómasHa, 28.5.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband