Skúffelsið

Fyrir nokkrum vikum birtist hér Hrólfur Guðmundsson, sem bloggvinur minn. Síðan þá hef ég nokkrum sinnum lesið hann. Ég fattaði fljótlega að ekki var allt með felldu, en skipti svo sem ekki máli.

Nú er sem sagt komin tilkynning um að hann sé að dikta þetta upp, og eftirfarandi komment fylgdi með:

Ertu ekki til? Skúffelsi að uppgötva það.

Brynja Hjaltadóttir, 27.5.2007 kl. 01
Emil vinur Hrólfs er hins vegar í þeirri skrítnu stöðu að vera "besti" vinur manns sem er ekki til. Hann er að slá í gegn sem bloggari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér var það ljóst fyrir löngu að Hrólfur Guðmundsson væri hugarfóstur. Þess vegna samþykkti ég hann ekki sem bloggvin enda er ég mjög vönd að því hverjir komast að í þeim fríða flokki

Það sem vakti grunsemdir mínar var andfemíniskt hjal hans ásamt því að vera svona drepfyndinn. Það einkennir nefnilega alltaf andfemínista að þeir eru aldrei drepfyndir, þeir eru hins vegar undantekningalaust drepleiðinlegir Ég man t.d. eftir einum frjálshyggjuungliða sem heitir Sævar sem var alltaf að tjá sig undir nafninu Ásta og bjó til sérstakt blogg fyrir ruglið sitt og póstaði ljóð eftir sjálfan sig og alls konar rugl inn á femínistapóstlistann. Við vorum alveg að farast úr leiðindum við að lesa skrif hans sem einkenndust af ófrumleika og vitleysisgangi en kunnum ekki við að segja honum að dulargervi hans var álíka öflugt eins og úlfur hefði sett á sig einn ullarlagð og héldi að hann liti út eins og lamb. Svo var hann líka ömurlegt leirskáld.

En Hrólfur er bráðfyndinn og samúð höfundar hans með femínistum skín út úr skrifunum. Ég póstaði fyrir nokkrum dögum á bloggið hans Hrólfs:

Ég er ekki viss um að Hrólfur Guðmundsson sé til, kannski er hann alter egó einhvers sem vill prófa sig í öðru vísi gervi. Ágæt sögupersóna og frekar fyndinn karakter í kvenhatri sínu og beisku. Minnir á rokland.blogspot.com

Sjá hérna

 http://hrolfur.blog.is/blog/hrolfur/entry/216909/#comments

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.5.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held nú reyndar að Magnús korntop sé heldur ekki til. Á blómatíma malefnavefsins þá var einn málverji sem stundum hét Drullusokkur og stundum Guðmundur góði og stundum eitthvað annað sem bjó til fjölmargar sögupersónur sem þrættu hver við aðra. Þessar bloggpersónur sem núna skrifa komment hver hjá annari eru af sama meiði. Drullusokkur þessi var mikilmenni  í íslenskum netheimum. Hann gaf sig fyrir rest.

Þá meina ég að hann auglýsti að hver sem hafa vildi fengi þessar uppdiktuðu persónur. Það var ef ég man rétt dáldil eftirspurn eftir þeim sem höfðu getið sér gott orðspor "orðstír deyr aldrei..." en svo fannst fljótt þegar aðrir bragðdaufari málverjar höfðu komist yfir notendanafnið og fóru að drepa mann úr leiðindum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.5.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hélt líka á sínum tíma á málverjavefnum að bloggarinn sem núna er svo vinsæll hann Stefán Friðrik væri listrænn gjörningur einhvers eða einhverra. Ég held það ennþá Nema hann er ekki ennþá eins fyndinn og hann var. Hann yfirtók málverjavefinn með nokkur þúsund innantómum athugasemdum sem allar höfðu risastóra mynd af honum. Núna er Stefán Friðrik ekki alltaf innantómur

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.5.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: nosferatu

Sniðugt. Téður Emil hefur tekið Hrólf útaf vinalistanum sínum. Tómas það fylgir ábyrgð að ljóstra upp um svona myrk leyndarmál.

nosferatu, 27.5.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: TómasHa

Já, upphaflega gengur sögur um stebba að hann væri ekki til, það hefur oft poppað upp fólk sem raunverulega er til en menn trúa ekki á.   Ég man eftir þessum tíma, þegar vefurinn var ofboðslega lifandi.  

Nosferatu:  Já, hann var inni sem vinur í  morgun.

TómasHa, 27.5.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband