27.5.2007 | 01:38
Merkilega yfirlýsing frá Tónlist.is
Ég er búinn að lesa nokkrar greinar um Tónlist.is, og trúað því að þar sé nú flest í nokkuð góðu lagi, fyrir utan nokkur smáatriði sem má betur fara. Hins vegar hafi menn gert nokkuð slæma samninga í upphafi og greiðslur verið allof lágar og hins vegar að þær hafi ekki borist til listamannanna. Þetta er allt nokkuð flókið mál og mikið hefur verið fjallað um það, það er því varla að ætlast til þess að fólk hafi ekki þeim mun meiri áhuga hafi nennt að setja sig inn í málið.
Í sunnudags mogganum var nokkuð ítarleg umfjöllun í viðbót, þar sannfærðist ég nokkuð um að þessi mál, væru einmitt í góðum farvegi og hérna væri bara ungt fyrirtæki á nýjum markaði sem væri bara að bæta sig. Svo þegar ég fletti blaðinu og sé yfirlýsingu frá framkvæmdarstjóranum, get ég ekki annað en trúað því að það sé einhver stór pottur brotinn. Umfjöllun moggans hefur verið frá mörgum sjónarhornum en það virðist vera að framkvæmdarstjórinn hafi viljað stjórna fréttaflutningnum frá A-Ö.
Það sem er merkilegast í þessu máli er í lok yfirlýsingarinnar frá framkvæmdarstjóranum, þar dregur hann svo sannarlega fram stóru samsæriskenninguna, mogginn mátti greinilega alls ekki fjalla um þetta mál vegna þess að sama fyrirtæki á og rekur tónlist.is og vísi.is. Þetta er því allt samsæri til að ná sér niðri á vísi.is.
Það er greinilegt að tónlist.is, þarf að vinna í að bæta ímynd sína. Þeir byrjuðu auðvitað ekki mjög vel, þegar þeir buðu upp á tilraunaáskrift í nokkra daga en þegar fólk sagði henni ekki sjálft upp á tilsettum tíma var sjálfkrafa rukkað. Þetta gerði það strax af verkum að margir hættu að treysta þeim.
Í sunnudags mogganum var nokkuð ítarleg umfjöllun í viðbót, þar sannfærðist ég nokkuð um að þessi mál, væru einmitt í góðum farvegi og hérna væri bara ungt fyrirtæki á nýjum markaði sem væri bara að bæta sig. Svo þegar ég fletti blaðinu og sé yfirlýsingu frá framkvæmdarstjóranum, get ég ekki annað en trúað því að það sé einhver stór pottur brotinn. Umfjöllun moggans hefur verið frá mörgum sjónarhornum en það virðist vera að framkvæmdarstjórinn hafi viljað stjórna fréttaflutningnum frá A-Ö.
Það sem er merkilegast í þessu máli er í lok yfirlýsingarinnar frá framkvæmdarstjóranum, þar dregur hann svo sannarlega fram stóru samsæriskenninguna, mogginn mátti greinilega alls ekki fjalla um þetta mál vegna þess að sama fyrirtæki á og rekur tónlist.is og vísi.is. Þetta er því allt samsæri til að ná sér niðri á vísi.is.
Það er greinilegt að tónlist.is, þarf að vinna í að bæta ímynd sína. Þeir byrjuðu auðvitað ekki mjög vel, þegar þeir buðu upp á tilraunaáskrift í nokkra daga en þegar fólk sagði henni ekki sjálft upp á tilsettum tíma var sjálfkrafa rukkað. Þetta gerði það strax af verkum að margir hættu að treysta þeim.
Tónlist.is stendur skil á sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ég var rukkaður í held ég eina sjö mánuði. Var sjálfkrafa dregið af kortinu mínu. Og ég fattaði þetta ekki fyrr en að löngum tíma liðnum og auðvitað var engin leið að fá þetta endurgreitt, þó ég hefði aldrei loggað mig inn, nema 1-2 skipti til að skoða, meðan þetta var kynningardæmi.
Ég gef frat í svona fyrirtæki. Megi það fara norður og niður. Miklu betra að dánlóda bara lögunum einhvers annars staðar af netinu og senda höfundi og útgefanda peninginn.
Eða bara kaupa diskinn...annars staðar en í Skífunni.
Snorri Bergz, 27.5.2007 kl. 12:32
Ég tel mig þekkja nokkuð vel til mála hjá tónlist.is. Enda vann ég um tíma fyrir fyrirtækið á upphafsdögum þess. Í mínum huga er framkvæmdarstjórinn mjög vandur að virðingu sinni og um heiðarleika Stefáns þarf ekki nokkur maður að efast. Ég fullyrði að þar hafa menn staðið við sitt varðandi notkunn á því efni sem þar er boðið. Það stóð heldur aldrei á að efni væri tekið úr sölu óskuðu rétthafa eftir því. Þegar þessi vefur fór fyrst í lofið var unnið á undraverðum hraða við afritun og skráningu efnis og frekar af kappi en forsjá á stundum. Það er aftur á móti algilt um áskrifarvefi sem þessi rétt eins og með tímaritin forðum að menn vera að segja upp áskrift sinni. Fyrir mér segir það meira um notendann ef hann uppgötvar ekki fyrr en eftir marga mánuði að það er verið að draga greiðslur af kortinu hans. Þá man ég að það kom skýrt fram í innskráningarferlinu að menn yrðu að segja upp frí-áskriftinni. Ég held að til að nálgast þetta mál verði menn að horfa á þetta sem tvo aðskylda hluti. Annarsvegar þann gangagrunn þar sem efni og upplýsingum er safnað um íslenska tónlist og síðan sölusvæðið sem fær aðgang að þeim grunni. Fyrir mína parta vil ég sjá þennan grunn eflast en sölusvæðið sem líkt er bara eins og hver önnur smávöruverslun þar sem þú getur keypt einstök lög í stað allrar plötunnar.
Bárður Örn Bárðarson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.