Kolviður sniðugur

Ég er mjög ánægður með Kolviðarframtakið, það virðist vera að margir séu að taka við sér og greiða fyrir kolefnisbindingu bílsins síns. Þetta er hugmynd að mínu skapi, það er framtak einstaklingsins sem ræðir ríkjum.

Bílafyrirtækin hafa gripið boltann og auglýsa nú í gríð og erg að þau selja grænabíla, tiltölulega ódýrt auglýsingartrikk þar sem þeir greiða um 5000 þúsund kall af hverjum bíl og kolefnisjafna hann á í ár. Sjálfsagt væri betra og eðlilegra að fjárfesta hybrid bíl eða virkilega sparneytnum bíl.

Hvað sem er hægt að segja um raunveruleg áhrif þess er loksins komin áhugaverð leið til að styðja við bakið á landvernd á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég er alveg sammaála þér Gulli, mér finnst fyndið að kalla bíl grænan á meðan það eru aðrir raunverulegir kostir í boði.  Ég er samt mjög ánægður með kolviðar framtakið, fólk getur amk. bætt samviskuna.  Hvaða gildi sem það svo hefur.

TómasHa, 20.5.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband