17.5.2007 | 12:45
Bloggflótti
Á undanförnum dögum hafa þrír frægir bloggarar tilkynnt um bloggstopp, þeir Ómar R, Sigmar og Guðmundur Magnússon. Ég hef ekki tekið eftir neinum öðrum.
Sjálfur hef ég sýnt ákveðinn bloggleiða, amk. hef ég ekki haft mikið að segja hérna undanfarna daga. Samt hafa verið áhugaverð mál í gangi, meðal annars Baugur vs. Björn og úrslit kosningana.
Ég ætla samt ekki enn að lýsa yfir bloggstoppi, en kannski hægagangi þangað til að maður dettur í gírinn. Það gæti verið síðar í dag og það gæti verið eftir nokkrar vikur.
Svo ég segi nú eins og Framsóknarmennirnir, þá verðið þið fyrst til að frétta af því.
Sjálfur hef ég sýnt ákveðinn bloggleiða, amk. hef ég ekki haft mikið að segja hérna undanfarna daga. Samt hafa verið áhugaverð mál í gangi, meðal annars Baugur vs. Björn og úrslit kosningana.
Ég ætla samt ekki enn að lýsa yfir bloggstoppi, en kannski hægagangi þangað til að maður dettur í gírinn. Það gæti verið síðar í dag og það gæti verið eftir nokkrar vikur.
Svo ég segi nú eins og Framsóknarmennirnir, þá verðið þið fyrst til að frétta af því.
Athugasemdir
fjöldasjálfsmorð bloggara eru smitandi. einu sinni hættu eiginlega allir að blogga í einu á nagportal minnir mig.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 15:02
Heill og sæll, Tómas !
Hefi lítið skrifast á, við þig; en.......... far þú nú ekki að hætta líka. Margt til í því, sem Salvör segir, hins vegar má neðan mittis spjallsíða Ellýar Ármannsdóttur fyllilega missa sig. Sóða skapur af verstu sort, sé miðað við tilvitnanir í hennar skrif. Hefi aldrei skoðað þá síðu; og mun ei gjöra, enda alinn upp við gömul og góð siðferðisgildi fyrri alda, hver fara nú þverrandi; hin seinni árin, því miður.
Það er jú sitthvað, að vera ÍHALDSMAÐUR af gamla skólanum, eða þá ''íhaldsmaður'' skv. skrum útleggingu Sjálfstæðismanna og þeirra líka, a.m.k. höfðar léleg siðferðiskennd margra samlanda okkar, lítt til mín. Allt annað mál, að tala; og skrifa ærlega íslenzku, með hressilegu móti, skrumlaust og með góðum meiningum.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:16
Jónína Ben hefur tæmt sitt blogg-sakna hennar.
Vilborg Traustadóttir, 17.5.2007 kl. 23:43
Ég er nú kannski ekki að hætta, bara bíða eftir að andinn komi aftur.
Ég tók eftir þessu hjá Jónínu, er hún ekki farin að blogga á öðrum stað?
TómasHa, 18.5.2007 kl. 11:12
Ólína Þorvarðar hefur lýst því yfir að hún sé á leiðina á visir.is . Ætlar samt að halda áfram á mbl um sinn á meðan´hún kannar hinn staðinn
Sigurður Á. Friðþjófsson, 18.5.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.