10.5.2007 | 15:44
Enga nýsköpun hjá Samfylkingunni
Dofri Hermannsson gerir að umræðuefni Háskólann sem er verið að ræða um á Keflavíkurflugvelli. Þar fóru nokkrir mjög öflugir einstaklingar af stað og vilja flytja út þekkingu, einn þessara aðila er Runólfur fyrverandi rektor Bifrastar.
Stundum er verið að gangrýna flokkinn fyrir að gera ekki nóg í menntamálum en þegar stutt er við bakið á framtaki eins og þessu er kosningalykt af málinu.
Það er mjög erfitt að skilja svona gagnrýni, hjá fólki sem er að tala um að virkja þekkingu en ekki fossa.
Stundum er verið að gangrýna flokkinn fyrir að gera ekki nóg í menntamálum en þegar stutt er við bakið á framtaki eins og þessu er kosningalykt af málinu.
Það er mjög erfitt að skilja svona gagnrýni, hjá fólki sem er að tala um að virkja þekkingu en ekki fossa.
Athugasemdir
Ég veit ekki hvað er ekki svaravert í þessu. Það getur vel verið að þau hafi þetta fína plagg, hins vegar sýnir þetta nú hver hugurinn er að baki. Það er alveg út í hött að Framkvæmdarstjóri þingsflokksins skuli segja þessa hluti.
TómasHa, 10.5.2007 kl. 16:46
Sæll Tómas. Tek undir með Guðlaugi og bæti við að í gögnum um Nýja atvinnulífið geturðu fundið þær þrjár tillögur sem Sprotaþing taldi besta, næst besta og þriðju besta af öllum tillögum þingflokkanna.
Hins vegar skal ég viðurkenna að mér finnst þinn flokkur hafa sýnt afar skapandi hugsun í því að búa sér til myndatækifæri með undirskrift samninga án fjárheimilda langt fram í tímann nú nokkrum dögum áður en umboð ráðherranna rennur út.
Þar endar hins vegar nýsköpunarhæfnin.
Dofri Hermannsson, 10.5.2007 kl. 16:51
Bendi á http://www.visir.is/article/20070509/SKODANIR02/70509104/1078 í þessu efni en Ísland í dag mun hafa gert ágæta úttekt á samningagerð ráðherranna síðustu daga - ég sé þó að úttektin er nokkurra daga gömul og þykist sjá af fréttum undanfarinna daga að það megi vel bæta eins og 1-2 milljörðum við þessa 443 milljarða sem búið er að lofa á síðustu vikum og mánuðum.
Dofri Hermannsson, 10.5.2007 kl. 16:53
Sælir félagar. Háskóli á Suðurnesjum er gott mál en finnst að það hefði verið sterkara að auglýsa eftir fólki til forstöðumennsku.
Nú, undanfarna daga, hafa verið gerðir nokkrir þjóðþrifasamningar eins og þessi með tannverndina. Fögnum þessu. Þetta mál er eitt af kappsmálum xS og okkar jafnaðarmanna. Kjósendur eru ekki fífl og sjá að framgangur málsins nú tengist áherzlum Samfylkingar. Sem eru góðar í þessari kosningabaráttu
Þorsteinn Egilson, 10.5.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.