Áhugaverðar greinar á Deiglunni

Ég bendi á tvær áhugaverðar greinar á Deiglunni. Annars vegar er Jón Steinsson að fjalla um heilbrigðismálin, sérstaklega eftir að Samfylkingin hefur lofað að eyða biðlistum. Gríðarlega aukning hefur verið á útgjöldum í þennan lið og spurning hvernig hvaða lausnir Samfylkingin er að bjóða upp á. Flokkarnir sem nú eru við völd hafa ekki boðið upp á lausnir en Samfylkingin hefur ekki heldur boðið upp á neinar lausnir. Heilbrigðisútgjöld vaxa og vaxa

Í öðru lagi ætla ég að benda á grein eftir Halldór Benjamín það sem hann ræðir um kosningaloforðin og meðal annars kosningaloforðið um fríar bækur í framhaldsskólum og hækkun persónuafsláttarins. Plástrapólitík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sá sem skrfiar um heilbrigðismálin gleymir náttúrulega því að við það að leysa úr biðlistum fyrir aldraða losnar um þó nokkuð pláss og dýr legurými á spítölum sem dregur væntanlega á endanum úr kosnaði. Þetta ætti nú doktorsnemi í hagfræði að sjá. Þessi grein sýnir líka að fjárþörf í í íslenska heilbrigðiskerfinu var orðin brýn. Og eins að þennsla í þjóðfélaginu veldur þennslu hjá hinu opinbera þar sem að háskólamenntað fólk leitar út úr kerfinu nema að það fái sambærileg laun og einkafyrirtækin eru að bjóða þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: TómasHa

Hann er doktor í hagfræði, en ekki doktorsnemi.   

Hann var einmitt að benda á það að menn hefðu ekki verið að hagræða nóg í heilbrigðiskerfinu án þess að tiltaka sérstaklega dæmi um það.   Þetta dæmi sem þú tekur fellur klárlega undir það. 

TómasHa, 8.5.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband