Kommarnir kveikja í Valhöll

Frændi minn sem er algjörlega ópólitískur hringdi í mig í kvöld og tilkynnti mér að kommarnir hefðu kveikt í Valhöll. Hann vildi meina að það væri eldur í eða við húsið en hann hefði keyrt fram hjá húsinu og það hefði greinilega verið reykur. Hann var handviss um að kommarnir hefðu kveikt í húsinu, nú þegar herinn væri farinn og lítið annað að gera en að kveikja í kofanum. Menn væru smám saman að átta sig á því að kommar væru kommar og því hryndi fylgið af þeim, þar á bænum hefðu menn ryfjað upp gamla róttækni og kveikt í kofanum.

Hann sagði mér svo að "án gríns" hefði hann séð reyk frá húsinu. Ég sé ekkert um þetta í fréttum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband