Merkileg umfjöllun í Íslandi í bítið

Pétur Gunnarsson tekur fyrir umfjöllun vegna þessa máls í Íslandi í bítið, ekki er hægt að gefa upp heimildarmann þess efnis að Kjartan eigi að verða forstjóri. Þetta eru sem sagt bara sögusagnir, enda ekki fótur fyrir þessum orðum.

Það er merkilegt að Starfsgreinasambandið skuli með þessum hætti vera komið á kaf í pólitík nú nokkrum dögum fyrir kosningar. Ef starfsgreinasambandið væri að blanda sér í pólitík, væri mun nær að það væri um málefni sinna félagsmanna en ekki hver verður skipaður næsti forstjóri Landsvirkjunnar.

Geir svarar hérna á mjög skýrum hætti að það sé ekki á dagskrá á næstunni að selja Landsvirkjun. Það að hlutur Ríkisins sé seldur í Hitaveitu Suðurnesja þýðir ekki að ríkið, ætli að selja Landsvirkjun.

Mér þætti líka fróðlegt að heyra í þeim manni sem gæti fullyrt það um söluna á þessum hlut að hérna væri um gjöf eða einkavinavæðingu að ræða. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir þá milljarða sem fengust fyrir hlut ríkisins.
mbl.is Stjórnarflokkar ekki rætt um sölu á Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband