26.4.2007 | 16:17
Er ekki málið að skella sér í framboð?
Nú er bara vonandi að fleiri ákveði svona og sendi það í fjölmiðla en svo er bara að skella sér í framboð. Safna aurunum og deila á milli þeira sem koma með manni á framboðslista. Þetta gæti verið nokkur búbót fyrir fátæka Íslendinga.
Hitt er annað mál að framboðsfresturinn er útrunninn, það gæti tafið heimtur ef þess er krafist að flokkarnir séu í framboði til Alþingis 2007.
Brimborg styrkir alla stjórnmálaflokka um 300 þúsund krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En er nokkuð krafist þess? og annað, er nokkuð krafist annars en að kolokkur skráist sem stjórnmálaflokkur? það er hægt að gera það hvenær sem er, bara of sent að skrá flokk í þessar kosningar. Er það ekki rétt annars?
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 20:30
Ekki alveg, fresturinn rennur út í hádeginu á morgun (thann 27. apríl)
Ragnar Bjarnason, 26.4.2007 kl. 20:42
Ja hérna hér - ég segi nú ekki meira, er ekki kallinn bara kominn í elítuna, farinn að birtast á valin blogg/umræðan. Til lukku!
Við í Breiðholtinu höfum enn nokkra tíma til þess að velta fyrir okkur hvort við eigum að bjóða fram eða ekki undir eigin nafni. En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið mjög vel á málefnum Breiðholtsins þá gerist þess engin þörf !!
Óttarr Makuch, 27.4.2007 kl. 08:58
Já maður er orðinn svo popular, það var ekki hægt að líta fram hjá manni lengur.
Ragnar: Ætli ég nái að safna stuðningsmönnum fyrir þann tíma. Mér skilst að sum minni framboðanna hafi lent í ærnum vandræðum.
TómasHa, 27.4.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.