26.4.2007 | 14:02
Lofa áfengi í verslanir
Undanfarin þing hafa nokkrir ungir þingmenn lagt til að áfengi verði sett í verslanir. Þessum hugmyndum hefur alltaf verið hafnað.
Það vakti því athygli mína að lesa í Menntaskólablaðinu Verðandi var auglýsing frá Framsóknaflokknum þar sem menntaskólanemendum er lofað áfengi í verslanir.
Nú þegar eru fjölmargir frambjóðendur Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem eru á þessu. Nú þegar Framsóknarflokkurinn lofar þessu í hlýtur þetta að vera eitthvað sem verður afgreitt á næsta þingi.
Það vakti því athygli mína að lesa í Menntaskólablaðinu Verðandi var auglýsing frá Framsóknaflokknum þar sem menntaskólanemendum er lofað áfengi í verslanir.
Nú þegar eru fjölmargir frambjóðendur Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem eru á þessu. Nú þegar Framsóknarflokkurinn lofar þessu í hlýtur þetta að vera eitthvað sem verður afgreitt á næsta þingi.
Athugasemdir
Framsóknarflokkur? Hvaða flokkur er það?
Brjánsi, 26.4.2007 kl. 15:03
Ég hef ferðast um heiminn vítt og breytt og hef getað keypt áfengi ásamt matvöru allstaðar svo sem bjór, rauðvín og hvítvín. Hér á landi eru hverskonar fíklar ofverndaðir á kostnað alls venjulegs fólks. Hvenær lokum við t.d. matvöruverslunum vegna þess að margt fólk hérna eru matarfíklar?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.4.2007 kl. 15:07
Ég hef alltaf trúað á frjálsa sölu fíkniefna. Er sammála Guðrúnu að það er ekki réttlætanlegt að skerða frelsi meirihlutans í nafni þess að vernda suma (með takmörkuðum árangri). Ekki aðeins á að leyfa öllum sem vilja selja áfengi heldur er sjálfsagt að fella forvarnarskattinn. Það fækkar ekkert ölkum að hafa þetta, gerir þá bara fátækari. Fíkillinn þarf sinn skammt óháð því hvað hann kostar. Við Íslendingar erum meðal þeirra sem hafa hörðustu áfengislög en samt erum við mjög ofarlega þegar kemur að fíklum og öðrum vandræðum sem tengjast drykkju, kannski vegna þess að það hindrar eðlilega þróun á áfengismenningu?
Svo já þetta er réttlætismál. Er orðinn þreyttur á þeirri forsjárhyggju sem tröllríður þjóðinni!
Geiri (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 15:55
En það er búið að leyfa vændi!!!!!!!!!!!!!!!! viltu líka fá sjálfsagða matvöru inn í marbvörubúðir...... frekjan,,,,,,,
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 04:40
Ég var nú bara að benda þá merkilegu staðreynd að Framsókn er að lofa áfengi í búðir til fólks sem má ekki kaupa áfengi. Sumum finnst þetta greinilega merkilegar upplýsingar.
TómasHa, 29.4.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.