26.4.2007 | 11:11
Vörutorgið
Vörutorgið er eitthvert skemmtilegasta sjónvarpsefni sem hægt er að horfa á morgana, slær amk. út tónlistarmyndbönd með misfáklæddum konum og misleiðinlegtri tónlist.
Snilldin er auðvitað hvað þetta er fáránlega uppsett, það er verið að selja eitthvað drasl og það er talað um þetta eins og þetta sé gull. Orðin frábært, einstakt og hefur selst gríðarlega voru nokkuð algeng í þessu. Ég trúi því ekki að íslendingar séu að falla fyrir þessu í stórum stíl. Þeir eru auk þess að keyra sömu vörurnar á fullu, þannig að þeir sem á annað borð eru að horfa á þeim tímum sem þeir eru að auglýsa hljóta að hafa ráðist í kaupin fyrir löngu.
Þeir fá þó plús fyrir að vera fyrstu sem reyna svona markaðssetningu af einhveri alvöru. Sjónvarpsmarkaðurinn spilaði á sínum tíma bara erlend myndbönd.
Eins og þeir myndu segja þetta, þá er þetta alveg einstakt!
Snilldin er auðvitað hvað þetta er fáránlega uppsett, það er verið að selja eitthvað drasl og það er talað um þetta eins og þetta sé gull. Orðin frábært, einstakt og hefur selst gríðarlega voru nokkuð algeng í þessu. Ég trúi því ekki að íslendingar séu að falla fyrir þessu í stórum stíl. Þeir eru auk þess að keyra sömu vörurnar á fullu, þannig að þeir sem á annað borð eru að horfa á þeim tímum sem þeir eru að auglýsa hljóta að hafa ráðist í kaupin fyrir löngu.
Þeir fá þó plús fyrir að vera fyrstu sem reyna svona markaðssetningu af einhveri alvöru. Sjónvarpsmarkaðurinn spilaði á sínum tíma bara erlend myndbönd.
Eins og þeir myndu segja þetta, þá er þetta alveg einstakt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.