400 stunda samfélagsþjónusta

Það er nú alveg ótrúlegt að eftir að hafa næstum drepið piltinn skuli hinn bara vera dæmdur til 400 stunda samfélagsþjónustu. Ég hefði haldið að þetta hefði amk. verið gróf árás.

Hitt er svo annað mál að það er ótrúlegt kraftaverk að maðurinn skuli vera lifandi eftir þessa árás. Þvílíkt ótrúlegt.
mbl.is Fékk stólfót gegnum höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski var þetta líka slys sem átti sér stað í áflogum. Þ.e.a.s. að ásetningur hefði ekki verið til þessara afleiðinga.

Kannski er þetta bara alveg hreint eðlilegur dómur.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: TómasHa

Jú, Jú geri mér grein fyrir því.  Þetta vakti bara athygli mína.

TómasHa, 25.4.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Strangir dómar eru nú kannski ekki oft til betrunar.  En svona dómar eru það oftast sérstaklega ef hinn dæmdi sýnir iðrun.

Einar Þór Strand, 25.4.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er ómögulegt að segja hvernig aðstæður voru með þessum slagsmálum. Geri ráð fyrir að 400 stunda samfélagsþjónusta sé meira uppbyggjandi en að dúsa í fangelsi með mönnum sem eru þjálfaðir krimmar.

Ólafur Þórðarson, 25.4.2007 kl. 13:17

5 identicon

Alltaf jafn fáránlegt þegar slæmar útkomur slagsmála eru afsakaðar sem "slys". Það að lemja annan mann er viðbjóðsleg frelsisskerðing óháð því hversu vel viðkomandi sleppur, áhættan er alltaf mikil. T.d. hafa margir látið lífið af hefðbundnu hnefahöggi í andlitið. Er orðinn þreyttur á því að samfélagið haldi uppi "strákar verða strákar" viðhorfi þegar kemur að slagsmálum. Hér á Íslandi eru örugglega þúsundir slagsmálahunda sem endurtaka hegðunina aftur og aftur en sleppa með áminningu ef enginn deyr eða slasast alvarlega.

Frelsissviptingin sjálf á alltaf að taka alvarlega þó að fórnarlambið sleppi vel. Hef oft velt því fyrir mér hvort það sé tekið svona létt á þessu vegna þess að þetta er fyrst og fremst karlavandamál, samfélagið sendir ennþá þau skilaboð að karlmenn eigi að harka af sér slagsmál og ekki væla yfir því eftir á. Þarf helst að lemja annan karlmann niður í blóðpoll svo því sé tekið jafn alvarlega og það að slá konu létt á vangann.

Geiri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sumir eru heppnir þegar þeir eru óheppnir.....

Eiður Ragnarsson, 27.4.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband