Íslandshreyfingin ehf

Ég held að Íslandshreyfingin sé fyrsti flokkurinn sem ehf sjálfan sig. Það vekur furðu að flokkurinn skuli bæði stofna Íslandshreyfingin og Íslandshreyfingin ehf.

Það vekur ekki minni furðu að Íslandshreyfingin ehf var stofnuð árið 2005, þar með er ljóst að þau eru að nota gamla kennitölu. Þau geta heldur ekki sagt að það sé ekki verið að nota þetta hlutafélag, því það hefur verið notað til að skrá lénið Íslandshrefyingin.is.

Ætli það sé verið að reyna að komast framhjá lögum um stjórnmálaflokka? Það kæmi svo sem ekki á óvart. Hvað ef þau kaupa hlutafélag fyrir klink en það vill svo til að félagið á fullt af eignum?

Ætli þetta sé kannski stefnan þeira í rekstri opinbera fyrirtækja, svo sem RÚV?

Uppfært:

Fletti að gamni upp í hlutafélagaskránni upplýsingum um félagið og þar koma nokkuð skemmtilegar staðreyndir um félagið.  Það er með einn stjórnarmann og það er Jakob Frímann, hann er líka framkvæmdarstjóri félagsins.  

Tilgangur félagsins er tilgreindur svo:

Félagið er stjórnmálaflokkur með áherslu á náttúruvernd. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur umræðna og móta áherslur í stjórnmálum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að bjóða fram í kosningum á landsvísu og til sveitastjórna.

Tilgangurinn vekur athygli, sérstaklega að fjárhagslegur tilgangur að "hyggjast" bjóða fram á landsvísu og til sveitarstjórna.  

Íslandshreyfingin hlýtur að þurfa að svara fyrir það hvað þeir eru að bralla.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Já auðvitað hljóta Ómar og Frú að vera moldrík.

Björn Heiðdal, 24.4.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: TómasHa

Við skulum vona að þeir hafi fleiri stuðningsmenn en Ómar og frú

TómasHa, 24.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband