24.4.2007 | 08:33
Aftur risinn upp frá dauðum
Ég held að Guðmundur Magnússon hafi amk. 9 blogglíf eins og kettirnir, amk. rís hann statt og stöðugt upp frá bloggdauða.
Hann bloggar með krafti þessa dagana og gaman hvernig hann er að tvinna inn í bloggið sögu áhugamáli sínu.
Sérstaklega fannst mér áhugavert að sjá tilkynningu frá seinustu vinstri stjórn sem hér var við völd. Það er ótrúlegt að þetta hafi verið árið 1989. Sent frá ríkisstjórn Íslands:
Einnig hefur verið ákveðið að bjóða á næstu 3-4 mánuðum sérunnið lambakjöt á tilboðsverði. Í þessu felst, að kjöt í sérstökum umbúðum verður selt á 20-25% lægra verði en annað kjöt. Kjötið verður til sölu allsstaðar á landinu, þannig að verðlækkunin skili sér til allra landsmanna. Kjötið verður niðursagað og sérpakkað í neytendaumbúðir og selt í hálfum skrokkum. Frá verða teknir þeir hlutar, sem ekki nýtast nema í sérvinnslu.
Sem beturfer erum við laus við þessi afskipti í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.