Að blogga fyrir bæði lið

Nú hef ég bloggað í um 5 mánuði á blog.is og hef allan tíman verið einn virkasti bloggarinn.  Ég hef alltaf haft áhuga á bloggi en verið með blogg meira og minna síðan 1998.   Maður ætti auðvitað fyrir löngu að vera kominn í hóp valinna bloggara.  Maður hefur ekki enn komist á náðina hjá þeim sem það ákveða.

Ég hef verið að fylgjast með blogginu á vísi.is, ég stofnaði um daginn blogg þar og fór að prufa mig áfram,  fyrst og fremst til að bera saman kerfin.  Ég tók eftir því að það eru ótrúlega margir sem eru að blogga á báðum stöðum.  Þetta á sérstaklega við up pólitíkusa sem virðast vera að birta sömu færslurnar á báðum bloggunum sínum. Væntanlega í von um meiri lestur.   Hins vegar er óvíst að það borgi sig, þar sem líklega eru heimsóknir á vísisbloggið svo fáar.

Könnun mín á vísisblogginu bendir til að blogga um frétt virki alls ekki. Það er annars varla tilviljun að það er ekki einu sinni bloggað um vinsælustu fréttirnar á vísi.is? Ég var að skoða nokkrar fréttir áðan og það er hvergi bloggað um frétt. Það þýðir að lesendur vísisbloggsins njóta lítils góðs af því að vera þar, fremur en hverju öðru ókeypis bloggi.

Það er samt sniðugur fídus á vísis blogginu, að þar er listi yfir alla bloggara í stafrófsröð. Þar er einnig að finna lista með 50 vinsælustu bloggurunum. Fyrst ætlaði ég að kvarta undna því hversu lítill sá listi er, en miðað við heimsóknir á listanum bendir fátt til þess að það sé nauðsynlegt.

Það sem báðum bloggkerfunum vatnar er að bjóða upp á lista sem er nokkuð langur yfir ný uppfærð blogg. Mogginn birtir á nokkrum stöðum umþb. 10 nýuppfærð blogg en maður ætti að geta valið sjálfur 50, 100, eða 400 eins og þeir bjóða upp á með vinsæl blogg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sendu þetta endileg á Ingvar Hjálmarsson ingvar@mbl.is Kerfisstjóra.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: TómasHa

Takk fyrir ábedindinguna, ég mun gera það.  Þetta er væntanlega eitthvað sem þeir geta nýtt sér.  Þetta er örugglega mjög einfalt í útfærslu, sérstkaklega nýuppfærð blogg.  Maður fer inn á forsíðu blog.is og þau eru þar í nokkrar mínútur yfir daginn.

TómasHa, 10.4.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég myndi líka geta séð lista inná stjórnborðinu hjá mér um nýjustu athugasemdirnar sem ég hef skrifað hjá öðrum.  Því stundum er maður að skrifa athugasemdir hjá einhverjum sem maður myndi gjarnan vilja sjá viðbrögðin við.

En hvað varðar valdin blogg, þá hef ég stundum furðað mig á því hverjir eru valdir þar og hverjir ekki, merkilegur listi það!

Óttarr Makuch, 10.4.2007 kl. 17:02

4 identicon

Það er vert að minna á BloggGáttina.  blogg.gattin.net

Þar getið þið líka fylgst með því nýjasta af vísisblogginu og öllum öðrum kerfum. Sendið bara inn veitur ykkar uppáhaldsblogga og veljið svo eigin lista til að fylgjast með. Þar er valið ykkar :)

Gullikr (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: TómasHa

Þetta er mjög góð ábending hjá Otti, ég er alveg sammála þessu. Það er ótrúlega oft sem maður kommentar og gleymir því svo.

TómasHa, 10.4.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband