Svona eins og 2 þættir

Ég er mikill aðdáandi 24 þáttanna og á til fyrstu 4 seríurnar, sería 5 og 6 bíða betri tíma kannski páskanna.

Einu sinni reyndi ég að horfa á seríu á stöð 2 um leið og ég horfði á gamla seríu, það var algjörlega vonlaust verkefni. Besta leiðin er einmitt að horfa á þetta í einum rikk.

Ég er alls ekki sannfærður um að bíómynd eigi samt eftir að heilla mig. Ég veit það ekki, þetta er algjörlega þættir sem eiga að vera áfram sem þættir.

24 mega eiga það, að ólíkt mörgum þáttum sem eru snilld í fyrstu seríu, þá verða seríurnar á eftir eins og að horfa á lélega framhaldsmynd. Nú seinast stefnir í þetta með Prison Break, ef þeir ætla að halda áfram að teygja lopan í næstu seríu. Sama fannst mér t.d. um Lost og Desperate Houswifes.
mbl.is 24 kvikmyndinni slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála þér með Lost og Prison Break, bæði dæmi um þætti sem voru góðir í til að byrja með en eru bara í málalengingum núna. Hollywood jaxlarnir verða að mjólka hvern aur út úr þessum þáttum, kapitalisminn er ekki að fara vel með sjónvarpsefnið okkar ;) - En 24 er líka klárlega orðið sama tóbakið, munurinn er hvort óvinurinn eru kínverjar, rússar, íranar eða pakistanar. Svo er amk einn njósnari innan CTU, CTU er að vinna gegn Jack Bauer nema örfáir sem berjast gegn yfirvaldinu og Bauer lendir í greipum óvinana (oftast nokkrum sinnum í hverri seríu), hljómar þetta kunnulega? :p

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: TómasHa

Ég er bíð spenntur eftir því að hafa tíma til að horfa á 5 og 6.  Það gefur samt nokkuð góða mynd af þessu, að það skuli ekki vera hægt að horfa á tvær í einu.  það gefur nú einhverjar vísbendingar um hversu líkar þær eru.

TómasHa, 3.4.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband