Enn heiðursgestur

Þessi frétt vakti athygli mína, ætli margir bæjir séu enn með Hitler sem heiðursboragra? Væntanlega hafa ansi margir gert Hitler að heiðursborgara á sínum tíma.

Það er svo auðvitað spurning hvort látinn maður geti verið heiðursborgari?
mbl.is Sumarleyfisbær sviptir Hitler heiðursborgaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bæjarbúar hafa bara gleymt þessu, annars hljóta þeir að hafa svipt hann þessum rétti eftri að seinni heimstyrjöldinni lauk, ein og þúsundir bæja gerðu.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: TómasHa

Einmitt, kemur á óvart að einhver bær sé enn með hann inni.  

TómasHa, 2.4.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski menn vakni nokkuð seint til meðvitundar um ákvörðun sem þótti vera góð og gild á sínum tíma.

Í útvarpinu núna er verið að segja frá því þegar Alkan byggði álbræðslu í Skotlandi og átti að vera m.a. í atvinnubótaskyni fyrir íbúana þar. Kemur þetta ekki nokkuð kunnuglega fyrir? Reynslan af þessari álbræðslu var sú, að Alkan lét loka stassjóninni eftir 10 ár sökum þess að þeir fengu ekki nóg af ódýru rafmagni. Þeir urðu með öðrum orðum undir í samkeppninni varðandi rafmagnsverðið!

Spurning er hvort íslensk stjórnvöld vakni ekki upp einn góðan veðurdag þegar óþægilegar staðreyndir blasa við, rétt eins og ráðamenn þýska þorpsins Bad Doberan í dag.

Kannski að samningar um lágt rafmagnsverð til langs tíma reynist síðar vera mjög mikill barnaskapur. Vel má vera að þá vakni menn upp við vondan draum að búið sé að leggja meira í sölurnar en gagnið sem varð af þessu öllu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband