Pyrrhosarsigur í Hafnarfirði?

Borgar Þór Einarsson, skrifar áhugaverðan pistil í Dag á Deigluna, með fyrirsögninni: Pyrrhosarsigur í Hafnarfirði?.

Þar segir hann:

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir á heimasíðu sinni um úrslitin í Hafnarfirði að þáttaskil hafi orðið í langvarandi deilum um virkjanastefnu og efnahagsstefnu á Íslandi. Hann og aðrir stöðvunarsinnar ætla greinilega að falla í þá gryfju að túlka niðurstöðuna í Hafnarfirði sem sigur fyrir sinn málstað.

Nú munu augu manna væntanlega beinast að uppbyggingu stóriðju norður á Bakka við Húsavík og suður í Helguvík í umdæmi Reykjanesbæjar. Á báðum þessum stöðum, einkum Húsavík, er atvinnuástandið mun síðra en í Hafnarfirði og á báðum stöðum stendur til að reisa álver nokkuð fjarri íbúðarsvæðum. Ef íbúarnir á þessum stöðum lýsa yfir vilja sínum til þess að álver verði reist þar, væri það þá til marks um íslenska þjóðin sé fylgjandi stórfelldri álvæðingu? Með röksemdarfærslu Ögmundar, og þeirra sem túlka úrslitin í Hafnarfirði með álíka hætti og hann, yrði svarið afdráttarlaust já

Það er nokkuð mikið til í þessu miðað við þá umræðu sem nú fer fram um næstu skref álvinnslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband