Öðruvísi listi

Svansson eru ekki vanur að fara venjulegar leiðir og svo sannarlega gerir hann það ekki með þessum lista.

Maður hefur lent inn á mörgum svona listum "blogg sem ég les" en aldrei hef ég orðið svo frægur að lenda inn á lista af bloggum sem ég veit að eru til en les ekki.

Það kemur lítið á óvart að Matti veit ekki alveg hvernig á að taka þessu. Ég skil það alveg, ég myndi heldur ekki vita hvernig ég ætti að taka þessu ef ég væri á svona lista. Nægjanlega góður eða þekktur til að vera tekinn fram en um leið keyrður í jörðina með að vera ekki þess virði að lesa.

Það er auðvitað það sniðuga við þennan lista. Fæst okkar myndum búa til svona lista, bara vegna þess að við viljum kannski ekki vera að stofna til illdeilna við einhverja sem við lesum ekki.

Mér fannst þetta sniðugt hjá Munda og mjög original.

Ég held bara að ég eigi mér ekki svona lista eða hvað.. hann væri amk. ekki sá sami og Munda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta svona álíka sniðugt að að hrækja framan í fólk!  Vissulega getur fólk verið upp með sér af athyglinni ("hey, hann sýndi mér athygli"), en flestum finnst leiðinlegt að láta skyrpa framan í sig.

Matthías Ásgeirsson

Matti (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: TómasHa

Full dramatísk Matti.  Hann drullaði ekki yfir þig eða sagði nokkuð slæmt. Bara að hann les ykkur ekki.   Ég fyrir mitt leiti veit um fullt af fólki sem veit hver ég er en nenna ekki að lesa bloggið mitt af einni ástæðu, mitt helsta áhugamál er pólitík. 

Það er enginn að hrækja á mig með því, það fólk er svo sem ekki heldur að birta listann.   

TómasHa, 29.3.2007 kl. 12:18

3 identicon

"það fólk er svo sem ekki heldur að birta listann"

Sem er einmitt lykilatriði málsins.  Listinn gæti alveg eins heitið "fólk sem mér finnst leiðinlegt og nenni ekki að lesa".

Matti

Matti (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: TómasHa

Það má skilja þetta á ýmsan máta t.d. þetta sem þú segir, svo er það líka eins og ég var að benda á, að efni bloggsins sé ekki áhugavert af einhverjum sökum.   Ég efast ekki um að vinir mínir sem nennir ekki að lesa bloggið finnist ég skemmtilegur IRL, en kannski bara ekki það sem ég er að þjarka um hérna.

Það má líka skilja þetta eins og þú gerir það.

Mér finnst samt á hvorn veginn, þetta ekki vera "hráki", kannski olnbogaskot eða smá push.   

TómasHa, 29.3.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband