Hrafninn alltaf hress

Ingvi Hrafn kann að reita fólk til reiði, ég veit samt ekki hvort hann sé búinn að nota þetta trikk einum of oft, en í dag skrifar hann:
Líklega er rétt hjá mér að konur sem í stórum hópum segjast ætla að kjósa VG séu að skrökva.Konur í eðli sína velja sér þá sem þær telja að geti skaffað. Allir vita að Vinstri grænir geta ekkert skaffað, kunna engin úrræði til að skaffa og boða stefnu,sem yrði hreint afturhvarf til atvinnuleysis og hnignunar.
Það kemur væntanlega í ljós á þegar gengið verður í kjörklefann, hvort þessi kenning sé rétt hjá Ingva.

Annað sem Ingvi segir er:
Velti fyrir mér hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir geri sér grein fyrir hve Evrópumálin,sem hún er enn einu sinni að tönnlast á eru lágt á forgangslista kjósandans.
Þarna er ég hins vegar hjartanlega sammála honum, menn eins og Gummi Steingríms eru að reyna að koma þessar umræðu á koppinn. Ég held að það sé ekki mikill jarðvegur fyrir því að ræða þetta. Það er hlægilegt að lesa um "Suðupott Sjálfstæðisflokksins" í þessum efnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Guðmundur er að búa til ágrenning sem er ekki til.  Það er ekki þar með sagt að allir séu sömu skoðunar.   Menn eru örugglega ekki sammála öllu því sem flokkarnir standa fyrir, ég er ekki sammála öllu því sem Sjáflstæðisflokkurinn stendur fyrir, en  hann er sá flokkur sem hugnast mér best. 

Menn hafa vitað mjög lengi stefnu Sjálfstæðisflokkins varðandi Evrópusambandið, það er mjög ólíklegt að það séu einhverjar sprengjur á leiðinni sem Guðmundur Steingrímsson veit einn um.

Það getur vel verið að þetta séu mikilvægustu málin hjá þér og einhverjum öðrum, ég er hins vegar Sammála Hrafninum um að þetta er ekki aðalatriði hjá meginþorra kjósenda.  Ég er nokkuð viss um að þetta eigi ekki eftir að vera heitt kosningamál, ég skal éta hatt minn ef svo verður :)

TómasHa, 28.3.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband