Viðbrögð Kjartans vekja athygli

Sú gagnrýni sem Kjartans Magnússonar á störf borgarstjóra, hann gengur nokkuð langt í gagnrýninni. Samkvæmt frétt á Vísi.is segir:

Kjartan er að koma fram sem mjög sterkur hugsjónamaður í þessu málefni og fær hrós fyrir að standa fastur á eigin hugsjónum í þessu máli. Margi hefðu gefið eftir eigin skoðanir sem hluti af "liðinu".

Það er ýmislegt sem betur má fara hjá nýja borgarstjórnarmeirihlutanum, ég vona svo sannarlega að þetta séu bara byrjendamistök hjá þeim.

Um leið og þetta er sagt skal tekið fram að það líka ansi margt sem hefur gegið upp og er á réttri leið. Menn þurfa samt að taka sig á.
mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Sæll Einar,

Hins vegar skiptir það litlu máli hvort menn séu kratar, framsóknarmenn eða sjallar, ég fagna því alltaf þegar menn taka þátt í stjórnmálum af eigin sannfæringu.

Dæmi um þetta var Kristinn H. Gunnarsson, þrátt fyrir að hann væri oft pína, þá má hann eiga það að hann stóð við hugsjónir sínar, gegn straumnum.

TómasHa, 26.3.2007 kl. 23:40

2 identicon

Hvað er Villi borgarstjóri að gera í Sjálfstæðisflokknum? Hann og fleiri meðlimir ættu að taka sig til og lesa stefnuskrá flokksins sem meðal annars fjallar um aukningu á frelsi. Er valdafíkn búin að ýta Sjálfstæðisflokknum frá upprunalegu hugsjónunum? Sama hver er við völd þá virðast alltaf vera einhverjar óréttlætanlegar siðferðislegar stýringar. Nákvæmlega sama sagan og með súlustaðina. Svo lengi sem starfsmenn og viðskiptavinir eru þar af fúsum og frjálsum vilja þá er ekki hægt að réttlæta afskipti, óháð hvaða persónulegu skoðanir ýmsir aðilar hafa.

Nú er ég ekki heldur að hvetja til spilamennsku (virðist því miður oft vera túlkað þannig að ef maður vill ekki banna eitthvað að þá sé maður að hvetja til þess). Ég einfaldlega viðurkenni frelsi einstaklingsins auk ábyrgðar á eigin lífi. Sumir geta drukkið áfengi án vandræða, aðrir ekki. Sumir geta farið í spilakassa án vandræða, aðrir ekki. Þó að sumir höndli ekki frelsið þá er það ekki réttlæting fyrir innleiðingu fasisma.  Ég finn til með fíklum og óska þeim öllum bata, hinsvegar ekki á kostnað eigin frelsis til athafna. Svo verður maður að hafa í huga að raunverulegur bati er að geta staðist freistinguna þó hún sé í boði, að fjarlægja freistinguna er eingöngu skyndilausn og eykur líkur á falli seinna á lífsleiðinni.

Geiri (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 05:18

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er sammála Kjartani í þess. Ótrúlegt að borgin sé að múta fyrirtæki til að flytja starfsemi sína, og það með engum smá gjöfum.

Ég var líka sammála Villa að standa gegn þessum spilasal.

En var enginn millivegur?

Snorri Bergz, 27.3.2007 kl. 06:35

4 Smámynd: TómasHa

Það hefði amk. átt að koma upp almennri stefnu. 

TómasHa, 27.3.2007 kl. 09:16

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það ætti að úthýsa þessu, þetta er bara böl. Það er merkilegt að menntastofnun skuli starfa við að útbúa sjúklinga til handa þeim sem hún elur upp og kennir að takast á við þennan sjúkdóm sem spilafíkn er.

Birgir Þór Bragason, 27.3.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband