Hvað nú?

Það verður merkilegt að fylgjast með framhaldinu, það eru allir að hneykslast yfir þessu og það er væntanlega það sem þeir hafa viljað. Hins vegar sé ég ekki alveg að farið verði út í ferli að kæra þá. Annað merkilegt ákvæði sem er í gildi samkvæmt þessar frétt og ég hafði nú aldrei heyrt um:Rísi ágreiningur um notkun þjóðsöngsins sker forsætisráðherra úr um hann..

Ég get hvergi séð þetta ákvæði í lögum um þjóðsögninn er þar segir: 6. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].1) Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála. Hvar kemur forsætisráðherran inn í þetta? Það þarf bara að kæra málið og svo ákveða dómsstólar væntanlega hvort það hafi verið farið með sönginn á réttan hátt.
mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta er sennilega vegna þess að 2. grein segir "[...] og fer forsætisráðuneytið með umráð yfir útgáfurétti á honum."

Höfundar- og útgáfuréttur er samt sennilega fallinn úr gildi, enda eru um það bil 100 ár síðan lagið var samið og 80 ár síðan tónskáldið dó (87 ár síðan textahöfundur dó).

Elías Halldór Ágústsson, 26.3.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband