Hverjir stjórnuðu borginni?

Það er fróðlegt að lesa pistil Ágúst Ólafs í dag, þar segir hann:
Jafnaðarmenn stjórnuðu höfuðborginni í 12 ár við góðan orðstír. Fjármál borgarinnar voru tekin föstum tökum, leikskólinn var byggður upp nánast frá grunni, kynbundinn launamunur minnkaði um helming og öll þjónusta og umhverfi borgarinnar tók stakkaskiptum.
Þá vitum við það, það var ekki R-listinn heldur voru það jafnaðarmenn sem stjórnuðu borginni.

Ég skil ekki hvernig menn geta grobbað sig af hvernig borgin var eftir valdatíð R-listans. Flestir myndu kalla þetta að finna eitthvað jákvætt í myrkrinu.

Svo minnist Ágúst á hvernig jafnaðarmönnum hefur gengið að stjórna á öðrum stöðum erlendis og í bæjarstjórnum.

Vandamálið er eins og Ingibjörg benti sjálf á þá treystir fólk ekki þeim sem eru í forsvari fyrir flokkinn. Það er auðvitað enginn að dæma alla jafnaðarmenn, en hins vegar treystir fólk ekki þeim sem eru á listum Samfylkingarinnar. Góð æfing er að velta fyrir sér ráðherraefnum framboðsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvort viltu hafa Ögmund eða Össur sem fjármálaráðherra :)

Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: TómasHa

:) Svona eru tilraunir manns til húmors.  Hefði kannski átt að setja broskall á eftir.

Hins vegar finnst mér alveg jafn dramantískt að vera að grobba sig af árangrinum. 

Það var auvitað ekkert myrkur, en ekkert til að benda á sem sérstakan árangur heldur. 

TómasHa, 16.3.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband