Vísir.is á wordpress

Ég sé að vísir.is er að keyra sitt nýja bloggkerfi á wordpress, þetta er að mörgu leiti mjög sniðugt hjá þeim.
  • Það eru aðrir sem sjá um viðhaldið
  • Það eru tilbúin útlit til
  • Það er búið að sníða af helstu gallana
Á móti kemur:
  • Þeir eru bundnir af kerfi þriðja aðila
  • Þeir stjórna ekki þróuninni sjálfir
Sem áhugamaður um blog ákvað ég að skrá mig inn á bloggið hjá þeim og prufa kerfið. Ég hef áður keyrt wordpress og vissi svo sem alveg hvað ég var að fá. Helst sakna ég þess að geta ekki séð hvað það eru margar heimsóknir, bæði á mitt blogg sem og önnur blog.

Sumir hlutir eru betri í þessu kerfi t.d. er betir meðferð með athugasemdum, það er einhver undarlega stefna hjá mbl.is að verja þá sem skrifa hjá manni athugasemdir og fela ip-töluna. WP birtir Ip-töluna (eins og eðlilegt er).

Það eru auðvitað ekki fídusar ein blogvinir sem er nokkuð sniðugur fídus.

Ég prufaði að blogga um frétt og nú korteri síðar hefur ekkert birst (í bloggað um frétt) með fréttinni. Veit ekki hvort það virkar ekki eða hvort það sé bara svona löng töf á þessu.

Ég fékk eitthvað notendanúmer sem er númer 129, velti fyrir mér hvort ég sé 129 notandi á þessu kerfi. Það eru engar ofboðslegar vinsældir. Spurning um að fara að bjóða mönnum puslu, kók og strætómiða svona eins og í yngri flokum handbolta fyrir að skipta um lið.

Ég ætla að halda áfram að skoða þessa hluti. Ég blogga kannski eitthvað á báðum stöðum að ganni...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband