10.3.2007 | 12:53
Rímorðavélin
Brjálaði Anarkistinn svaraði mér áðan og sagði að hi netföng væri aðgengileg á netinu (fyrir nemdendur) og einnig á kaupanlegum listum. Í fréttinni var sagt að hann hafi sent á kvenkynsnemendur, þannig að væntanlega hefur hann haft nafn og netfang, og sent bara á þær sem voru "dóttir".
Elísa segir:
Hingað til hafa netföng allra nemenda alltaf verið aðgengileg öllum nemendum, þó reyndar hafi staðið til að breyta því á næstunni.
Þetta er væntanlega á lokuðu svæði eða hvað?
Annars kemur ekki fram á hvaða tíma þetta var, en þegar ég byrjaði í háskólanum var einfaldur listi með öllum heimasíðum á háskólasvæðinu, þar sem slóðin fyrir aftan tilduna var notendanafnið. Það hefði verið nokkuð einfalt að finna út netföngin út frá því.
Ég held samt að menn verði að fara varlega í að loka á aðgengi að netföngum, þetta hefur verið ágætt þannig að þú hefur þurft að leita, þannig hefur ekki verið of mikil hætta á söfnunum á netföngum.
Ástæðan fyrir þessari færslur var samt ekki að ræða um netföng Hí, heldur að minnast á rímorðavél Elíasar, snilldar tól og betur hefði ég haft þetta um daginn þegar ég var að reyna að koma saman vísu í tilefni af giftingu. Vísan fór aldrei saman, en aðrar lausnir fundust.
Hér er svo Rímorðavélin.
Elísa segir:
Hingað til hafa netföng allra nemenda alltaf verið aðgengileg öllum nemendum, þó reyndar hafi staðið til að breyta því á næstunni.
Þetta er væntanlega á lokuðu svæði eða hvað?
Annars kemur ekki fram á hvaða tíma þetta var, en þegar ég byrjaði í háskólanum var einfaldur listi með öllum heimasíðum á háskólasvæðinu, þar sem slóðin fyrir aftan tilduna var notendanafnið. Það hefði verið nokkuð einfalt að finna út netföngin út frá því.
Ég held samt að menn verði að fara varlega í að loka á aðgengi að netföngum, þetta hefur verið ágætt þannig að þú hefur þurft að leita, þannig hefur ekki verið of mikil hætta á söfnunum á netföngum.
Ástæðan fyrir þessari færslur var samt ekki að ræða um netföng Hí, heldur að minnast á rímorðavél Elíasar, snilldar tól og betur hefði ég haft þetta um daginn þegar ég var að reyna að koma saman vísu í tilefni af giftingu. Vísan fór aldrei saman, en aðrar lausnir fundust.
Hér er svo Rímorðavélin.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.