Góðir punktar strigakjaftsins

Mér finnst Ingvi Hrafn nokkuð hress, og nefnir varla inn (Íslands Nýjasta nýtt), sem er nokkuð verra nafn en NFS (Nýja frétta stöðin). Ég hef sannast sagna ekki séð þessa stöð og veit ekki hvernig ég á að sjá hana. Það hefur alveg farið fram hjá manni, þótt þetta hafi verið kynnt nokkuð.

Man einhver eftir því þegar Steingrímur Hermansson setti upp netuppboðssíðu? Hann var nú líklega töluvert á undan sinni samtíð. Ég gerðist svo frægur og verslaði á síðunni. Hún dó nú samt eftir nokkrar vikur eða mánuði. Strigakjafturinn var nokkuð hress og hérna er tvennt sem hann sagði:

"Ég kalla hann skylduræknasta framsóknarmann í heimi. ... Þetta er væntsti maður sem á bara eitt takmark í lífinu og það er að gegna sínu formannsstarfi með sóma og bíða ekki afhroð í kosningum."

"Ég ber virðingu fyrir Davíð og Jóni Baldvini en ég ber ekki virðingu fyrir því hvernig þeir haga sér sem fyrrverandi stjórnmálamenn. Gamlir hershöfðingjar eiga að draga sig rólega í hlé".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband