2.3.2007 | 22:23
Hvað er JCI eða Junior Chamber International
Villi spurði hérna á síðunni hvað JCI er. JCI stendur fyrir Junior Chamber international.
Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.
Á Íslandi er móðfélag, JCI Ísland en svo eru aðildarfélög sem standa að JCI Íslandi. Ég er forseti félags sem heitir JCI Esja, við erum með skilgreint starfsvæði í austurborginni. Það er þó ekki skilyrði, til að starfa með félaginu.
Margir kannast við ræðuhluta JCI en það er þó bara einn lítil hluti af starfinu. Starfinu er skipt á 4 svið, alþjóðlegt svið, svið einstaklingsins (meðal annars ræðumennska), svið samfélagsins (t.d. verkefni þín skoðun, þú skiptir máli og menningarnótt), og að lokum svið alþjóða.
Ég hef tekið þátt í félagstörfum í mörg ár en þetta hefur verið öðruvísi en allt starf, ekki síst vegna tækifæranna sem gefast innan félagsskapsins, bæði þau sjónarmið að gefa mönnum tækifæri til að leiða (enginn má vera í embætti lengur en 1 ár) og svo þau námskeið sem JCI býður upp á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.