21.2.2007 | 09:10
Djíbútímenn og orkumálin
Fylgdist í fyrradag með Djíbútímönnum í fylgd lögreglu fara upp í Orkuveitu. Það má segja að þessi fyrirtæki hafi náð ótrúlegum árangri. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað Íslendingar eru að gera góða hluti í orkumálum, það er ekki bara þessi eina litla þjóð sem svo fáir hafa heyrt um, við erum að taka þátt í mun fleiri verkefnum.
Við erum svo að kenna í jarðvarmaskóla Sameiuðuþjóðanna, og hér er földi manns á hverju ári að læra af Íslendingum. Ég sit núna tíma með góðum hóp úr þessum skóla og eru þau öll "top of there class", í þeirri eftirsóttu stöðu að fá að koma hingað til lands.
Íslensku útrásar fyrirtækin eru að gera mjög góða hluti og eru eftirsótt. Má nefna dæmi eins og Enex, sem er að reisa virkjanir um allan heim og nú seinast í Kína. Svo eysir green Engergy, og Hydro kraft.
Þetta eru bara nokkur af þeim verkefnum sem ég veit um, ég hef frétt af öðrum þar sem Íslendingar hafa verið að vinna að því að bæta vatnsaflvirkjanir á erlendri grundu, þannig að nýtni þeirra eykst.
Í öllum þessum verkefnum eru Íslendingar að vinna að umhverfisvænum orkumálu, það er alltaf verið að mála eitthvað svartnætti í orkumálum Íslendinga, hversu miklir umhverfissóðar við séum. Við erum nú ekki meiri sóðar en það að þekking okkar er eftirsótt víða um heim, í þeim tilgangi að bæta umgengni við náttúrúna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.