Auðkennislykillinn góði

Ég velti fyrir mér hvernig það má vera að auðkennislykillinn sé uppseldur á Íslandi, vel skilgreint verkefni, fjöldinn vel þekktur og undirbúningstími langur. Þess vegna er mjög undarlegt að það hafi ekki verið löngu til sá fjöldi sem þurfti.

Hitt er svo annað mál að þessir lyklar eru algjört drasl. Þetta hangir á lyklakippunni hjá manni, sem verður fyrir hinum ýmsu höggum. Nú þegar er einn lykill ónýtur hjá mér. Það á eftir að koma í ljós hvað ég þarf að bíða lengi eftir nýjum, eða hvort heimabankinn minn sé bara læstur á meðan.

Ég hef gert ýmsra tilraunir með þetta undanfarið, en það virðist þurfa að ýta ansi oft á takann til þess að læsa mann úti, random númerið virkaði þó ekki og að lokum þá virkaði ekki að nota annan lykil. Þannig að eitthvað vit virðist vera í þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Það sýnir best hvað þetta veitir gríðarmikið öryggi, að ekki nærri allir heimabankanotendur skuli hafa svona lykil, og að meira að segja þeir sem hafa lykil komast ekki inn ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.2.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Það er gott að bankarnir vernda reikningana okkar fyrir okkur sjálfum. Við eyðum ekki á meðan ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 20.2.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband