Umfjöllun um kynlífsráðstefnuna

Egill Helgason skrifaði mjög áhugaverðan pistil um klámráðsetefnuna.  Hvernig verið er að bendla þetta fólk við barnaklám, án þess að fyrir því liggi nokkuð annað en það að skapa viðbjóð hjá fólki, hitt hvernig sumir tala um að loka eigi landinu.  Hvernig er hægt að taka mark á svona fólki, þegar það er að tala um málefni sem venjulegt fólk er sammála? Má búast við því að allur málflutningur þeirra sé litaður á þennan hátt? 

Ég las svo á Bloggi Rósu Erlingsdóttur í dag, eftirfarandi:


Auðvitað fór það svo að tæknilega er ekki hægt að stoppa ráðstefnu klámhunda á Íslandi. Ekki má ganga gegn helstu rökum frjálshyggjunnar um frelsi einstaklingsins og hefta för klámframleiðenda þó þeir hafi játað á sig lögbrot í fréttum Ríkisútvarpsins.
Ætli víkingasveitin verði send að njósna þegar farið verður á skíði á afvikna staði? Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig og hvenær verði gripið til aðgerða ef einhver grunur leikur á lögbrotum.

Er nú svo hægt að fara að um bæinn að handtaka fólk út af einhverju sem það hefur hugsanlega ætlað að gera? Það er hangið á þessu eina hálmstrái, til þess að gera þetta all voðalega tortryggilegt.

Á nú að fara að ráðast inn í svefnherbergi hjá fólki í leit að myndavélum?  Það er vel þekkt að af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki tekur sumt fólk myndir af sér stunda kynlíf, hérna er um hreint klám á ferðinni samkvæmt þessu. Og  hvað með það þótt að það verði ákveðið að taka mynd af nöktu fólki í einhverjum afviknum dal, hvern sakar það?

Svo var nú merkilegt að lesa á sama bloggi rétt á eftir hvernig Steingrímur J, var máluð sem einhver karlremba. Sem höfundur skrifaði reyndar ekki sjálf sagði að væri eins og mælt úr hennar munni. Skildu aðrir femínista úr VG kvitta upp á þetta?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband