19.2.2007 | 16:42
Guð almáttugur bjarga okkur frá Össuri
Var að lesa bloggið hans Össurar þar vill hann breyta lögum um gjaldþrotaskitpi, þannig að kröfur á hendur þeim, sem sætir gjaldþroti, falli niður við lok skipta, ef ekki fæst fullnusta þeirra við gjaldþrotaskiptin.
Undir lokin segir hann:
Þessu ætla ég semsagt að breyta þegar mínir menn fara í ríkisstjórn og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt.
Guðmundur Magnússon fyrrum bloggari var fljótur til og svarar:
Megi Guð almáttugur bjarga okkur öllum frá því,ekki bara bönkunum.
Það er samt gott að vita hverjir eru fjármálaráðherraefni þeirra. Ég tek undir með Össuri að það veiti ekki af því að breyta þessum, ef hann verði fjármálaráðherra.
Samfylkingin hlýtur að ráða yfir betri fjármálaráðherraefnum en þessum tveimur.
Athugasemdir
Ég myndi ekki treysta á það
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:30
Sæll Tómas. Mér finnst rétt að taka það fram að ég er ekki sá "Guðmundur M." sem reglulega skrifar athugasemdir á blogg Össurar Skarphéðinssonar. Þetta hefur reyndar áður komið fram að gefnu tilefni en ég ítreka það vegna misskilningsins í pistli þínum.
Með bestu kveðju,
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur
Guðmundur Magnússon, 20.2.2007 kl. 09:56
Takk fyrir þetta Guðmundur! Þetta er það góða við að bloggkerfið á mbl.is að það fer ekki fram hjá neinum hver er að skrifa.
Bið ég þig afsökunar á þessum miskilningi, það er gott að vita þetta. Ég hef bara gert ráð fyrir að viðkomandi Guðmundur M.
Gangi þér vel í stúdíunum.
TómasHa, 20.2.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.