17.2.2007 | 08:36
Fátækt Samfylkingingarinnar
Það er að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um skrif varaformanns Samfylkingarinnar, fyrst byrjar hann að kasta steinum úr glerhúsi þegar hann byrjar að skrifa um jafnrétti innan flokkanna, en líklega var niðurstaða kvenna á fáum stöðum verri en einmitt hjá Samfylkingunni, þrátt fyrir allt hjal um jafnrétti á góðum stundum.
Ég vitna í ágætan pistil efir Árna Helgason á Deiglunni:
Þegar horft er til þess hvernig Ísland kom út í samanburði við önnur Evrópuríki er ekki annað hægt að segja en að útkoman sé jákvæð. Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var aðeins ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en Íslendingar, tvær með sama hlutfall en 27 þjóðir með hærra hlutfall.
Í þessu samhengi er gaman að rifja upp skýrslu Hörpu Njálsdóttur, þar sem Samfylkingin byrjað að hampa en sú gleði hvarf fljótlega þegar ástæður fátæktarinnar komu í ljós: húsnæðisverð í Reykjavík. En á þeim tíma var einmitt núverandi formaður Samfylkingarinnar Borgarstjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.