13.8.2012 | 22:36
Súrt Ostapchuk
Ég horfði svo sem ekki mikið á Ólympíuleikana en ég sá eina verðlaunaafhendingu, sem vakti athygli mína fyrir tvennt. Annars vegar var konan sem fékk gull, ótrúlega mannleg, ég neita ekki að nokkrir óvæntir og neðanbeltis brandarar fuku. Hitt var hversu mikið hún grét þegar þjóðsöngurinn var spilaður.
Þetta var sem sagt kúluvarparinn, Ostapchuk.
Ég sé núna að hún hefur misst titilinn vegna notkunar á sterum. Líklega kemur það ekki á óvart.
Þetta er hins vegar ótrúlega sorglegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.