16.2.2007 | 15:17
Vill Össur þjóðnýta 10/11?
Bloggkóngurinn Bjarni Már skrifar skemmtilegan pistil í dag á Deigluna þar sem hann veltir því fyrir sér hvort Össur ætli að fara að þjóðnýta matvöruverslanir. Hérna er það sem Bjarni segir:
Hugo Chavez, eða strigakjafturinn með stálhnefana eins og Össur Skarphéðinsson kallar hann, sýndi sitt rétta andlit í gær. Á fundi með öldruðum stuðningsmönnum sínum sagðist hann ætla að þjóðnýta matvöruverslanir sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld heimila. Sagðist hann aðeins vera að bíða eftir afsökun til þess að yfirtaka verslanir í einkaeigu sem ráðskast með verðlagið!!!
Athugasemdir
Hefur Geir lýst sambærilegri aðdáun á Bush eins og Össur hefur gert á Chaves? Geir hefur heldur ekki vitnað til sín og Bush sem "við hægrimenn" enda allt önnur hægri mennska sem er keyrð í Bandaríkjunum og á Íslandi. Össur er hins vegar að tala um "okkur jafnaðaramenn".
Í pistlinum í dag er Bjarni að benda á það sem Össur sagði í gær á fundi: "Á fundi með öldruðum stuðningsmönnum sínum sagðist hann ætla að þjóðnýta matvöruverslanir sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld heimila. Sagðist hann aðeins vera að bíða eftir afsökun til þess að yfirtaka verslanir í einkaeigu sem ráðskast með verðlagið!!!"
Það er rétt að benda á þetta.
TómasHa, 16.2.2007 kl. 21:06
Það ber nú ekki að taka grein mína of alvarlega. Hún er í flokki svokallaðra helgarnesta en þar fær grallaraskapur Deiglupenna útrás.
Bjarni Már Magnússon, 18.2.2007 kl. 04:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.