14.2.2007 | 20:06
Fulli gaurinn í Kastljósi
Var að horfa á Kastljósið þar sem Andri Freyr mætti aftur eftir að hafa keyrt fullur í herminum í gær.
Held að þetta hafi verið PR - Múv ársins, eða svo gott sem, það hefur nú ekki farið fram hjá neinum "Fulligaurinn í Kastljósinu". Ég hafði amk. aldrei séð manninn á bakvið röddina, hjá Freysa eða Capone.
Nú veit þjóðin hver maðurinn er.
Fann svo áhugaverða lýsingu hér:
Held að þetta hafi verið PR - Múv ársins, eða svo gott sem, það hefur nú ekki farið fram hjá neinum "Fulligaurinn í Kastljósinu". Ég hafði amk. aldrei séð manninn á bakvið röddina, hjá Freysa eða Capone.
Nú veit þjóðin hver maðurinn er.
Fann svo áhugaverða lýsingu hér:
Reyðfirðingurinn knái Andri Freyr Viðarsson er, þrátt fyrir sláandi ungan aldur, einn af reyndari útvarpsmönnum landsins. Hann byrjaði með þáttinn Karate árið 1998 og hefur verið kenndur við útvarp æ síðan, þrátt fyrir nokkur stutt stopp á Domino´s pizza, Íslandspósti, Ferskum kjúklingum og öðrum vinnustöðum. Andri sökkti sér af fullum krafti í útvarpið aftur árið 2002 þegar hann leysti af þá félaga Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunna, sem voru með þáttinn Zombie á sínum tíma. Þar varð til hinn goðsagnarkenndi Freysi, sem þótti algjör bylting í íslensku útvarpi og tókst honum heldur betur að hræra í samfélaginu með alls kyns sprelli og gamanmálum sem stundum þóttu fara vel yfir strikið. Þátturinn Freysi var í loftinu í u.þ.b. þrjú ár og rann sitt skeið í byrjun árs 2005. Andri lagði Freysa-nafnið á hilluna um leið og hann hóf störf á x-fm og morgunþátturinn Capone hóf göngu sína. Þar fer Andri Freyr á kostum alla virka morgna milli kl. 7 og 10 ásamt félaga sínum og æskuvini Búa Bendtsen. Andri er einnig mikill músikant og gerði hann garðinn frægan með hljómsveitum eins og Bisund, Fidel, og Prozac, sem reif nú mörg þökin af reyðfirskum skemmtistöðum á árum áður
Athugasemdir
Sæll. Þetta var ótrúlegt að sjá. Hef heyrt í þessum pakk í útvarpinu og hann er bráðhress. Flottur strákur sem Kastljós ætti að taka í sínar raðir. Væri flottur að höfða til unga fólksins. Hvernig lýst þér á það Tómas að Capone fari í Kastljósið?
Sveinn Hjörtur , 14.2.2007 kl. 20:11
Sæll Tommi,
Ég get ekki tekið undir að þetta hafi verið PR múv, því núna þarf Freysi að fá sér PR fulltrúa til að laga ímyndina. Ekki nema að það sé einhver æstur í að ráða mann í vinnu sem er fullur á virkum dögum.
p.s. skil samt hvað þú meinar, bara smá pæling...
Davíð, 14.2.2007 kl. 20:37
Dabbi:Einmitt, held að þessum gaurum sé ekki beint ant um ímyndina. En hann fékk amk. mikla kynningu á þessu.
Sveinn: Þessar strákar eru mjög reyndir fjölmiðlamenn orðnir, eins og Simmi funkeraði vel, held ég að þessir strákar geti funkerað vel.
TómasHa, 14.2.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.