7.2.2007 | 14:52
Björn glæsilegur
Vefritið Panama birtir grein um fallega fólkið í framboði. Eitthvað klikk virðist vera í þessu því efsti Vökumaðurinn er í 3. sæti. Þar er á ferðinni Björn Patrick Swift, good guy.
Viðkomandi virðist ekki hafa heldur mikinn smekk fyrir Háskólalistanum, en kemst enginn á lista. Ég hef reyndar grun um að hluti skýringarinnar sé lélegt aðgengi að myndum af þeim.
3. sætið
Hugbúnaðarverkfræðineminn Björn Patrick Swift skipar 17. sætið hjá Vöku til Stúdentaráðs. Með því að hafa Björn til skrauts í næstsíðasta sæti listans er Vaka greinilega með á nótunum eftir hverju fólk kýs. Björn leggur sig fram um að vera myndarlegur á myndinni og kann því greinilega að spila kosningaleikinn. Drengslegur póló-bolurinn og uppsett brosið segir: Krakkar, þið megið vera vinir mínir. Eflaust þónokkrir sem vilja vera memm með Swiftinum og setja x-ið við Vöku í komandi kosningum.
Ef Björn heldur áfram í pólítikinni verður hann:
Bætið á Björn nokkrum árum og aðeins fleiri kílóum og hann umbreytist í Sjálfstæðisbangsann Bjarna Benediktsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.