Flott hjá Vöku

Þetta er flott hjá Vöku að koma þessu í gegn, nú heyrast þær raddir að:
  • Þetta sé Röskvu að þakka
  • Þau hafi ekki vitað af þessu
Það er mjög flott þegar menn eru farnir að eigna sér verk sem þeir vissu ekki af.

Það sem kemur á óvart er sá skítur sem er að koma núna frá Röskvu á lokametrunum, þeirra maður hefur fengið að njóta sín í stúdentaráði til jafns við Formann Stúdentaráðs. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi framkvæmdastjóri stúdentaráðs fengið jafn mikinn tíma í fjölmiðlum og það hefur varla verið nema í góðu samstarfi.

Svo byrjar strax í upphafi kosningabaráttunnar ótrúlegt skítkast, eins og draga fram varamann í nefnd og reyna að klína á hann rasisma, og skíta út formann ráðsins vegna boðunar á fundi. Framkvæmdastjórinn var við hlið hans allan tímann og vissi vel hvað var um að vera en virðist ekkert hafa gert.

Manni finnst leiðinlegt hvað þetta er að fara í mikið skítkast miðað við það sem virðist hafa verið ágætist samstarf.
mbl.is Formaður SHÍ segir yfirlýsingu stjórnar komi á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Sæll, Ég held að fyrsta punktinum er ágætlega svarað hér:

http://www.roskva.hi.is/2007/02/rskva-reddar-lum-undir-stdentagara.html

Annar punkturinn:

Auðvitað fékk Ásgeir að vera áberandi í fjölmiðlunum þetta árið enda var um það samið að framkvæmdastjóri og formaður yrðu mjög samstíga í vinnu sinni þetta árið. Hefur að flestu leyti lukkast ágætlega.

Þriðji punktur:

Já þetta skítkast í lokin kemur á óvart. Varðandi rasista klíningar þá hefur lítið verið um þær, hins vegar var bent á það í einum punkti Röskvufrétt að fyrsti varamaður Vöku í Háskólaráð (og þar af leiðandi Stúdentaráð líka) hafi gegn embættum í sveitarstjórnum fyrir Norska Framfaraflokkinn. Sá flokkur hefur vissulega frekar vafasamt orð á sér, og að mínu hógværa mati er það verðskuldað. Ef að þessi ákveðni Vökuliði er óánægður með það að bent sé á að hann hafi gegnt þessum embættum þá verður hann að eiga það við sjálfan sig. Það bendir til þess að hann hafi þroskast frá þeim afturhaldsviðhorfum sem tíðkast innan Framfaraflokksins, sem er vel.

Fjórði punktur:

Samstarfið hefur gengið ágætlega yfir árið. Það kemur því röskvuliðum talsvert á óvart að verið er að draga upp ýmis furðumál sem Vaka hefur verið að vinna að bak við tjöldin korteri fyrir kosningar. Ég átti satt að segja von á öðru frá Vökuliðum. Verandi laganemi þá hef ég yfirleitt átt í ágætis samskiptum við Vökuliða í minni deild, ég vona að þessi manía núna rétt fyrir kosningar sitji svo ekki í mönnum eftir þær.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 6.2.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Viðbót varðandi þriðja punkt: 

Já og svo átti hann líka sæti í atvinnulífsnefnd og gegndi fleiri embættum fyrir Vöku og stúdentaráð. Hann er því ekki bara einhver varamaður í nefnd heldur áhrifamaður innan Vöku og SHÍ.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 6.2.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: TómasHa

Ég hef svo sem ekki fylgst með þessum málum undanfarið nema í fjölmiðlum, og hefur þetta samstarf gengið ágætlega.   Sannast sagna mun betur en ég átti von á.

Ég hef nú aldrei hitt viðkomandi aðila sem er sagður hafa verið í þjóðarflokknum. Ég ætla svo sem ekki að verja hann.  Mér fannst þetta skjóta mjög skökku við að í þessu blaði hvað var strax farið af stað með mikilli hörku. Mun meiri en tilefni var til.  

TómasHa, 6.2.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband