Góð fyrir D sorgleg fyrir S

Það er greinilega hörku fylgisbreytingar um þessar mundir miðað við þessa könnun og þá sem Capacent gerði fyrir nokkrum vikum. Samt er sjálfsagt minna að marka þessa könnun en könnun Capacent.

Það kemur ekkert á óvart að Frjálslyndir skuli falla svona niður, það kom meira á óvart að það skuli ekki hafa gerst fyrr miðað við átökin undanfarna mánuði.

Samfylkingin hlýtur að vera með krísufundi um allt land hvernig hægt sé að breyta þessari stöðu. Það er auðvitað spurning hvað þeir treysta formanninum mikið lengur, en þetta virðist hafa verið stöðugt minnkandi fylgi síðan hún tók við.

Vintris Grænir hljóta að vera vera í skýjunum með sitt fylgi.

Ríkisstjórnarflokkarnir, hljóta að vera ánægðir með sinn hlut, bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn. Framsóknarmenn telja væntanlega að þeir eiga meira inni og Sjálfstæðismenn hafa oft fengið minni kosningu en kannanir gefa til kynna.

Þetta er auðvitað könnun og það er langt til kosninga, ýmislegt getur breyst meðal eiga eftir að koma í ljós 1-3 ný framboð sem hafa verið boðuð. Það getur breytt stöðunni og svo eiga flokkarnir eftir að skerpa línurnar fyrir kosningar.
mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Niðurstöður þessarar könnunar eru reyndar mjög undarlega framsettar í Blaðinu, þannig virðist enginn hafa nefnt aðra flokka en B-D-F-S-V og skipting fylgis eftir kynjum er sett fram á nýstárlegan máta. Ef hún er skoðuð á hefðbundnari máta má sjá, að á meðal þeirra sem hyggjast kjósa einhvern hinna fimm flokka, njóta ríkisstjórnarflokkarnir meira fylgis meðal kvenna en karla (48% vs 44% og 11% vs 8%) og sömuleiðis nýtur stjórnarandstaðan minna fylgis meðal kvenna en karla (18% vs 20% fyrir S og 21% vs 24% fyrir V), þetta hljóta að teljast mjög merkilegar niðurstöður ef réttar eru (ég styðst við þær tölur sem nefndar eru í Blaðinu). Reyndar eru einungis um 350 manns sem nefna hvaða flokk þeir hyggjast kjósa, þannig að þetta byggir kannski á veikum grunni.

Andrés (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband