1.2.2007 | 19:08
Kjartan formaður umferðaráðs
Ég var að sjá að Kjartan Magnússon er orðinn formaður umferðaráðs, fetar hann þar í fótspor Óla H. Þórðarsson, en hann hefur verið mjög öflugur talsmaður umferðaráðs.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Kjartani á eftir að vegna í þessu starfi, en það er örugglega erfitt að feta í fótspor Óla. Kjartan er sjálfur mjög öflugur og einn ötulasti pólitíkus sem ég þekki.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Kjartani á eftir að vegna í þessu starfi, en það er örugglega erfitt að feta í fótspor Óla. Kjartan er sjálfur mjög öflugur og einn ötulasti pólitíkus sem ég þekki.
Nýr formaður Umferðarráðs
Samgönguráðherra skipaði í dag Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa í Reykjavík, formann Umferðarráðs. Kjartan tekur við starfinu af Óla H. Þórðarsyni sem hefur verið formaður og framkvæmdastjóri ráðsins um árabil en lét af embættinu í haust.Kjartan hefur meðal annars átt sæti í samgöngunefnd, skipulagsráði, umhverfisráði og framkvæmdaráði Reykjjavascript:tmc.toggle() Nota grafískan hamavíkurborgar. Af RÚv.is
Athugasemdir
Það verður ekki auðvelt að feta í fótspor Óla, sem stóð sig frábærlega vel í starfi. Hann er líka góður gæi.
Júlíus Valsson, 1.2.2007 kl. 19:29
Ég er alveg sammála því, ég held að þetta verði ótrúlega erfitt að feta. Ég veit reyndar að Kjartan er ótrúlega duglegur og ef það er einhver pólitíkus sem maður treystir þá er það Kjartan.
TómasHa, 1.2.2007 kl. 19:34
Ekki get ég nú tekið undir með ykkur að erfitt verið að feta í fótspor fyrrverandi formans. Mikil fjölgun umferðaróhappa í tíð Óla H. síðastliðin 11 ár eru ekki merki um góðan árangur. Fjölgun óhappa er umfram fjölgun bifreiða á landinu og langt langt umfram fjölgun ökumanna á sama tíma. Það er nokkuð um liðið síðan fólksbifreiðar urðu fleiri en einstaklingarnir með ökuréttindi og enginn ekur tveimur bifreiðum í einu. Ætli ég bendi ekki bara á bloggið mitt ykkur til fróðleiks :)
Birgir Þór Bragason, 1.2.2007 kl. 20:08
Ég get nú ekki skrifað þetta á Óla, hann hefur verið ötull að benda á þetta en ég veit ekki hvaða ráð hann hafi upp á vasann til að bjarga þessu.
Ég les kannski bara bloggið þitt og finn svörin þar. Ég efast ekki um að þar sé mikið um þekkingu eins og þér einum er lagið.
TómasHa, 1.2.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.