Árni hættir

Það kemur ekkert á óvart að Árni hafi hætt. Þetta dæmi með að hafa Sirkus sem sér dæmi innan 365 er ótrúlegt finnst manni. Þetta er fyrirtæki sem er bæði með blaðadeild og sjónvarp en skilgreinir svo sér batterý alveg óháð öllum öðrum sem eiga að sinna báðum þessum þáttum.

Hvað ætli Árni taki sér fyrir hendur núna? Það virðist vera nóg af tækifærum á fjölmiðlamarkaðnum, einmitt núna. En því fylgir auðvitað að menn verða að gera bæjarstjóra starfslokasamninga.
Fréttablaðið, 01. feb. 2007 10:00

Árni Þór hættur hjá Sirkus

Árni Þór Vigfússon er að hætta sem sjónvarpsstjóri Sirkus. „Hann er á förum frá okkur," staðfestir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. „Þetta gerist á næstunni," bætir hann við.

Ari segir að nokkrar breytingar séu fyrir höndum hvað Sirkus-fjölskylduna varðar en hún samanstendur af vefsíðunni Minn Sirkus, útvarpsstöðvunum X-ið og FM 957, vikublaði og svo sjálfri sjónvarpsstöðinni. „Sérstakt fyrirtæki var stofnað innan fyrirtækisins. Nú er þessu frumkvöðlastarfsemi lokið og við ætlum að samþætta Sirkus-fjölskylduna öðrum útgáfurekstri okkar," útskýrir Ari. Hann segir engar breytingar verða á sjónvarpsdagskránni enn sem komið er. „Enda hefur stöðin verið í mikilli sókn að undanförnu," segir Ari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband