Ómar og vélknúin ökutæki

Ég var að lesa svar hjá Ómari Ragnarssyni, þar sem hann svara einhverjum ótilgreindum bloggara og gerir ekki svo mikið að segja hvaða bloggari það er.

Ómar svarar sem sagt þessum ágæta bloggara, og gerir það með því að segja frá því að hann hafi alltaf valið minnstu bílana og hagkvæmustu bílana. Þetta finnst mér koma spánst fyrir sjónir.

Nú er það svo að Ómar notaðist við Toyota HiLux í mörg ár, það þarf ekki annað en að skoða fréttamyndir af Ómari auk þess notaði Ómar þau helstu vélknúnu farartæki sem þurfti til þess að "ná fréttinni". Frúin verður seint talin til sparsamra faratækja.

Ómar hefur mjög oft hreykt sér af því hvernig hann hefur á hreint ótrúlegan hátt verð í einu landshorni að gera einn hlut og svo farið yfir hálft landið til að gera annað. Ég heyrði ófáar sögur af þessu seinasta sumar þegar Sumargleðin kom saman aftur. Í þessum sögum var Ómar alltaf einn á ferðinni, á frúnni eða öðrum ótrúlegum faratækjum. Það var nú ekki fyrir að fara nýting náttúrunnar í þessum sögum.

Nú er ég ekki að efast um heiðarleika Ómars í náttúruvermdarhugsjónum, hann hins vegar opnar þessa umræðu og leggur tónin varaðandi umræðu um vélknúin ökutæki. Mér finnast svör Ómars einfaldlega ótrúverðug, ef náttúran hefði verið númer 1,2 og 3 í þessum ferðum hefði ferðamáttinn verði öðruvísi, meira hefði verið notað af óvélknúnum fararmáta (svifflug, skíði, ganga) og ferðir þvert yfir landið til að spila "gigg" eða ná frétt hefðu verið færri.

Það er eins spurning hvort það sé eins með Ómar og hetjur þöglu myndanna. Þær voru bara svo miklu betri á meðan þær voru þöglar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svansson

Ekki gleyma Stiklu Landrovernum!

Svansson, 31.1.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Snorri Bergz

Og rallakstrinum forðum á eld- og reykspúandi tryllitækjum. En ég held þó að Ómar hafi nú jafnað reynt að vera á eyðslulitlum bílum, en hvort það hafi verið vegna umhverfisins eða blankheita er svo allt annað mál.

Ómar hefur í fjölda ára haft tækifæri til, og atvinnu af, flækingi um hálendið. Ég er viss um, að ég hefði haft sömu tækifæri, væri ég líka að tala um umhverfisvernd. En fyrir okkur, sem eiga litla fólksbíla og komast aldrei á þessar eyðislóðir, skiptir voðalega litlu máli hvað verður um einhverja grjóthnullunga lengst inni í landi.

Snorri Bergz, 31.1.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband