Dugar ekkert minna en íslenskur vindur

Það kemur ekki á óvart að þeir skuli koma hingað, það dugar ekkert minna en íslenskur vindur til þess að prufa græjuna.

Það hefur nú verið áhugavert að fylgjast með þróun á þessari vél, menn eru ekki sammála um það hvort að hún sé málið. Hvort við eigum eftir að fljótlega áherslu á gríðarlega hagkvæmar vélar, en ekki risagræjur eins og þessa.

Hvað sem verður ofan á er þetta búið að vera ótrúlega brösótt verkefni hjá AirBus, á meðan allt hefur verið í góðum gangi hjá Boeing.

Við Ísleniningar þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að njóta þeirra þæginda sem þarna eru í boði. Við megum víst þakka fyrir að hafa gamla túbuskjáinn í loftinu.

Maður veltir fyrir sér hversu gamalt allt dótið er líka, þegar flugfreyjan dregur fram spólu til að skella í vídeóið á tímum stafrænna undra. Hefur engum dottið í hug að setja digital myndspilara í þessar vélar?
mbl.is Airbus A-380 æfði lendingar í íslenskum hliðarvindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband