Borgarstjórnarflokkur frjáslyndra verður óháður

Merkilegt.

Ætli Magnús haldi því enn þá fram að flokkurinn hafi verið óklofinn?

 

Vísir, 30. jan. 2007 12:08

Borgarstjórnarflokkur frjáslyndra verður óháður

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður að öllum líkindum óháður eftir að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúi, gekk úr flokknum í gær. Margrét segist reikna fastlega með því að Ólafur F. Magnússon sigli í kjölfar hennar en hann hefur verið hennar helsti stuðningsmaður.

Þingflokki frjálslyndra gæti hins vegar borist liðsauki úr Framsóknarflokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, neitar því að flokkurinn sé klofinn þótt einhverjir segi sig úr flokknum, komi aðrir í staðinn.

Hann segist hafa rætt við Kristinn H. Gunnarsson en játar því hvorki né neitar að hann ætli að ganga til liðs við þingflokkinn. Það sé Kristinn sjálfur sem verði að svara því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Frjálslyndi flokkurinn óklofinn? Ja, það voru nú mörg klof í flokknum fyrir fundinn fræga...og sum þeirra eru þar ennþá.

Snorri Bergz, 30.1.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband